Langþráð ferð mín frá Skriðu yfir í Klængshól í Skíðadal varð að veruleika í haust.  Farið er gegnum Skriðudal uppúr botni hans og niður í Klænghólsdal hinumegin, sem liggur í Skíðadal.  Það eru ekki nema 18 km. milli bæjanna og var þessi leið farin á milli dalanna í gamla daga.  Þessi ferð var alveg frábær, byrjaði í smá þoku og var pínu tvísýnt með hvort við kæmumst en svo létti þokunni og allt gekk vel. 


Í upphafi ferðar


Landneminn lífsegji  Fífillinn í Skriðudalsbotni.


Skriðudalsjökull


Kellurnar með útsýni til beggja átta.


Og laumufarþegarnir!!!


Didda með réttu græjurnar fyrir fjallgöngu,(fyrir þá sem dettur eitthvað dónalegt í hug þá er þetta bananahulstur)


Dýjafellshnjúkur, næsta fjallganga hópsins!!


Sparísvipurinn


arrrrggggg!!!!


Klængshóll í Skíðadal, 7 klukkutímum frá brottför.