Skriða - Hörgárbyggð
Þór Jónsteinsson og Sigríður Kr. Sverrisdóttir

Heim Fréttir/news Hross/horses Söluhross/ for sale Kýr Sauðfé Önnur dýr Um okkur Myndir/pictures hugmynd krækjur

21.01.2012

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn heitir Dísa og er þrílit læða af skriðukattakyninu.  Hún er inniköttur af guðs náð algjör prinsessa og mikil kelurófa.  Hún fær stundum heimsókn og er það smáhundurinn Moli sem kíkir stundum á hana og eru þau í svipaðri stærð kötturinn þó aðeins stærri!!
Einnig erum við komin með andabúskap aftur eftir u.þ.b. 15 ára hlé.  En við björguðum nokkrum ungum af andapollinum á Akureyri sem átti að lóga!  Það eru búnar að vera nokkrar sviptingar í veðrinu undanfarið og því hafa endurnar getað farið út og baðað sig í leysingavatninu af og til:)



15.08.2011

Þessu krúttlegu loðnu kvikindi eru nú búin að bætast við flóruna hér í Skriðu.  En í skógreitnum hér um kílómetra frá bænum er nú kanínufaraldur.  Krakkarnir handsömuðu þessa þrjá hnoðra og nefndu þá Kalla, Alfreð og Jón Berg.  Þeir eru heppnir að það voru krakkarnir en ekki faðir þeirra sem handsömuðu þá þar sem hann notar aðrar og síður lífvænlegar aðferðir. 


25.10.2010
      
Nú á haustdögum var keyrt yfir hana Kló okkar en hún var alveg frábær köttur sem við söknum mikið.  Einnig voru gæsirnar okkar Svala og Klókur skotnar hér í hlaðvarpanum, en þær voru allaf á hlaðinu hjá okkur.  Ég held að það ætti aðeins að skoða betur reglurnar um það hverjir fá byssuleyfi hér á landi.  Þar sem það er ekki gott til þess að hugsa að fólk leyfi sér að stíga út úr bílnum sínum í hlaðinu hjá fólki og byrji að skjóta á það sem fyrir er.  Þessir 2 hanar höfðu einnig aðsetur hér um tíma en þar sem engar eru hænurnar, höfðu þeir ekki mikið fyrir stafni og fengu því að sjá ljósið.  Þannig að fækkað hefur í smádýrunum um sinn. 



28.05.2010

Það er fjölgun í fleiru en hrossum og sauðfé hér á bæ.  En á dögunum komu 4 hvítir kanínuungar, ægilega sætir hárhnoðrar.  Einn er búin að fá heimili á Rauðalæk en hinum vantar sárlega heimili.  Ef einhver hefur áhuga þá endilega sendið póst eða hringið í síma 8630057. 


20.11.2008


Í Skriðu er stunduð þónokkur kattaræktun.  Við eigum 3 fullorðnar læður, þær Nótt, Mjöll og Kló. Þær eru nú svona venjulegir kettir en einstaklega skemmtilegar og kelnar.  Ræktunin felst í því að það fæðast eitthvað vel á annan tug kettlinga á ári og faðernið er allt á huldu.  Þannig er alltaf svo spennandi að sjá hverslags kettlingar fæðast í það og það skiptið.  Þennan kettling fundum við t.d. um daginn, hún heitir Ugla og er ekkert nema hárið og hausinn, sem sagt rosa sæt.  Það hefur greinilega einhver rándýr hefðarköttur tekið sveitarúnt og dreift kyni sínu.                             


                                    Kló með kettlinga                                 



18.06.2008
Þetta eru kanínurnar Mjallhvít og Kolbrún og á hinni myndinni er Agnar Páll með pávagaukin hennar Eyrúnar hann Mango.

.


25.03.2008
Við eigum núna tvær tíkur, mæðgurnar Yrsu og Heru.   Þær eru af border collie kyni og frábærir smalahundar.  sérstaklega þó hún Yrsa gamla.  Hana fengum við hjá  Sigurði Oddi í Borgarfirði í janúar árið 1999.  Yrsa er því orðin fullorðin og ekki svo frísk.  Hún á nú hvolpa sem eru rosalega fallegir og eiga þeir að taka við af þeirri gömlu.  Vonandi verða þeir jafn klárir og mamman.  Yrsa fær þó að dóla hér áfram meðan hún endist enda sér hún um að reka kýrnar á sumrin.  Hún er fín í því enda fara kýrnar ekki eins hratt yfir og ærnar.  Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af hundunum okkar, sem og öðrum heimilisdýrum.



Tryggur.
Hér í Skriðu eru búnir að vera til margir hundar í gegnum tíðina en einn er sá sem er vert er að minnast á sérstaklega en það er hann Tryggur.  Tryggur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði og var svona einstaklega vel heppnaður sveitakokteill, ef svo má að orði komast. Hann fæddist 1994 og dó árið 2005. 




Þetta er Nói - hann smalar kindum í "efra" eftir stutta jarðvist.


Þessi síður en svo sæta fluga sat á hvönn í kúahaganum

Þarna liggur Yrsa og býr sig undir næstu átök. Yrsa er af bordercollie kyni og er smalahundurinn okkar.

Vinir

Komdu kisa mín....

Hit Counter
Teljari settur þann 01.08.2007


Skriða - Hörgárbyggð - 601 Akureyri - tel. +354 461 1057 gsm +354 899 1057
Vefstjórar: Þór og Sigga