Skriða - Hörgárbyggð
Þór Jónsteinsson og Sigríður Kr. Sverrisdóttir

Heim Fréttir/news Hross/horses Söluhross/ for sale Kýr Sauðfé Önnur dýr Um okkur Myndir/pictures hugmynd krækjur




10.10.2014

Nú eru göngur og réttir búnar og gengu mjög vel í ár, blíðuveður og margt fólk til að hjálpa til.  Heimtur eru góðar og vantar nánast ekkert, ég segi nánast þar sem sumir hafa farið flatt á því að segjast kollheimta ;).  Slátrun er einnig afstaðin og sendum við lömbin á sláturhúsið á BLönduósi.  Við seldum einnig mörg lömb á fæti í ár svo óvenju mörg fá að lifa fleiri sumur :)  Sumarið var mjög gott og lömbin í samræmi við það hér um alla sveit.  Meðalvigtin okkar var 19 kg sem er meira en verið hefur áður.  Gerðartalan var 11.56 og fitan 7,72.

Now we have gathered our sheep from the mountains, it was going really good this year we got great weather and a lot of friends and family were helping us.  We have had a really good sommer so the lambs were big and heavy.  This year we could sell many lambs to other farmers alife so we did not have to slaugter them all and that is always the best :) 


21.09.2013



Nokkrar svipmyndir úr réttunum um síðustu helgi, glatt á hjalla eins og alltaf:)  Eftir talningu á fullorðna fénu vantar 2 ær eftir fyrstu göngur, eina mórauða og eina hvíta:)  *

A few pictures from last weekend, then we were fetching our sheep to the mountain.  It is always fun every year:)


01.09.2013

Það var réttað úr Þorvaldsdalnum um helgina vegna slæmrar veðurspár, við létum það vera að ganga þar sem okkur fannst spáin ekki svo slæm og féð nánast allt komið heim í hlíðina ofan við bæinn.  En við áttum fjórar skjátur í réttinni og ein af þeim var hún fröken Esmeralda, orðin stór og væn og með hárbrúskinn sinn á sínum stað.  Esmeralda var sónuð með lambi í fyrravetur en það fæddist nú aldrei í vor:)  Hún fær þó annan séns enda svona kindur ekki á hverju strái. 


12.11.2012

Í haust rakst Þór á þessa sérstöku gimbur fram á Þúfnavöllum og festi kaup á henni í hvelli og færði Siggu að gjöf, enda stríðinn að eðlisfari.  Sjálfsagt hefur hún átt að fylla upp í skarðið fyrir Lindu blindu, sem fórst í sumar. En Linda blinda var annað hvort blind eða vangefin (vorum aldrei alveg viss) og var sem 5 barn Siggu enda ól hún hana upp.  En sú nýja er af ferhyrndum stofni þó hornin sér bara 2 (og nánast bara eitt sjáanlegt) og standi beint fram úr enninu og svo prýðir hana líka þessi fagri hárbrúskur ofan á kollinum.  Hún hefur hlotið nafnið Esmeralda enda eitthvað prinsessulegt við hana. 


03.05.2012
Svipmyndir úr sauðburði 2012


Þessar sætu skvísur litu í fjárhúsin, þær heita Sigrún María og Sigurbjörg.


Tvö "knúsudýr" Jónsteinn og Von.


20.11.2011

Nú eru allar kindur loksins komnar í hús og búið að rýja.  Annars er búin að vera ein alsherjar blíða og því ekki ástæða til að taka of snemma á hús.  Á myndunum eru við að reka kindurnar hans Egils Más í fjárhúsið hans sem er staðsett í fjóshlöðunni og gengur undir nafninu  Egilsstaðir.  Þar er hann með kindurnar sínar á hálmi og eins og sjá má er þetta frekar gráleit hjörð. 


14.05.2011






  Hérna eru nú bara svona svipmyndir af lömbunum til gamans!!  Og já það er mikil litadýrð í ár. Grátt, botnótt, mógoltótt, botnu og goltu flekkótt, svart, hvítt, gult, mórautt og allur skalinn. 


13.05.2011


Egill Már er liðtækur í sauðburðinum og hér er hann að hjálpa einni að bera í dag og auðvitað stoltur af verki loknu.  Annars er sauðburður að verða búin, bara 20 kindur eftir að bera og vonandi er að þær láti ekki bíða lengi eftir sér.


09.05.2011



 
Sauðburður í fullum sving þessa dagana, reyndar ekki nema rúmlega 30 eftir að bera
 svo mesta törnin fer að verða búin.  Alltaf jafn yndisleg lömbin og gaman að hafa þau
skoppandi hér allt um kring.  Litagleðin er með mesta móti í ár og eru hér nokkur
sýnishorn af litunum sem hafa komið.  Set svo inn fleiri myndir seinna


15.02.2011

Í dag var talið í kindunum, það er þær voru sónarskoðaðar til að sjá hverjar væru einlembdar, hverjar tvílembdar eða þrílembdar og svo hverjar væru steingeldar!!  Þær voru síðan spreyjaðar með mismunandi litum eftir því hversu mörg lömbin eru.  Svarflekkótti gemlingurinn hér fyrir neðan heitir Lilja og taldi hann 3 lömb í henni það er vonandi að þau skili sér öll á lífi í vor.  Allir voru mjög áhugasamir um verkið nema tíkin Tása.  Hún lagði sig bara í heyjið og lét sér fátt um finnast enda ekki af fjárhundakyni. 




07.11.2010


Í dag vorum við að rýja fullorðna féð, en gimbrarnar og hrútarnir voru komin inn áður.  Þetta var svona færibandavinna, Þór er rúningsmaðurinn, Atli Geir dróg í hann féð, Sigga gekk frá ullinni í poka og merkti og Egill var verkstjóri og stjórnaði hverjar væru rúnar fyrst og svo framvegis.  Það voru auðvitað hans kindur sem voru fyrstar, því það er búið að útbúa spes fjárhús í fjóshlöðunni fyrir hans kindur.  Þær fara þangað eftir nokkra daga þegar þær eru aðeins farnar að loðna aftur.  Egill hefur sérstakt dálæti á gráu fé og á nú orðið einar 8 gráar kindur, eina flekkótta og eina hvítkollótta.


24.10.2010




Myndir úr fyrri göngum í september 2010.  Kafsvarta þoka lagðist yfir allan dalinn og gerði gangnafólki erfitt fyrir.  En allir rötuðu nú heim á endanum sem betur fer þó sumir af yngri kynslóðinni hafi nú verið orðnir svolítið skelkaðir.  Fjör var þó í réttunum að vanda og því meir sem smáfólkið í "familýunni "  stækkar því meira fjör er þetta.  Það vantaði þónokkuð af fé eftir daginn, enda létt að fela sig í þokunni.

Síðan fórum við í seinni göngur og eru myndirnar hér að neðan teknar þá.  Þá var einnig smá þoka en þó ekki til vandræða. Síðan eru Agnar og Egill búnir að velja sér lífgimbrar á 2 síðustu myndunum. Ýtið að myndirnar til að sjá þær stærri.

Nú er búið að slátra öllu sem á að slátra en einnig seldum við þónokkrar gimbrar á fæti í ár, svo fleiri fengu að halda lífi en til stóð.  Meðalvigtin var  17,2 og gerðin 11,3 og fitan 6,6.  









13.06.2010

Þessi stóra, fallega valgráa gimbur heitir Alexía og var hún lambadrottningin í ár (það er fæddist fyrst allra lambanna á bænum.  Þessar myndir voru teknar í dag þegar við rákum saman og slepptum uppfyrir fjallsgirðingu.


17.05.2010



Nokkrar myndir frá sauðburði 2010.  En í dag er honum nánast lokið, aðeins 3 eftir að bera.  Litagleðin hefur nú oft verið meiri en í ár og er nú þegar búið að ákveða að við verðum að nota einn mislitan hrút næst en ekki bara hvíta eins og í ár.  Þó komu nokkur skemmtileg á litinn sem betur fer.  Sætust er mógoltótta gimbrin sem bræður eru með á milli sín á myndinni en fallegasta lambið fætt í vor er svarflekkótta gimbrin hér að ofan.  Hún er óvenju samanrekin og læramikil miðað við aldur og verður spennandi að fá hana af fjalli í haust og sjá hvernig hún þroskast. 


30 mars 2010
Við fengum sauðfjárræktarverðlaun búnaðarsambands Eyjafjarðar afhent á aðalfundi sambandsins í dag.  Við þökkum kærlega fyrir viðurkenninguna.  Sjá frétt á www.bugardur.is
 

29.09.2009
Á fimmtudaginn síðasta brunuðum við (Sigga og Þór) ásamt Erlu og Halldóri vestur á Strandir til að kaupa lömb.  Við keyptum 5 gimbrar og 2 hrúta en Erla og Dóri  keyptu 2 hrúta og u.þ.b  15 gimbrar.   Þór var nú hálf svekktur, sá þarna draumahrútinn sem var svo frátekinn.  Hann fór í heilmiklar samningaviðræður og endaði með því að bjóða heilan hest í skiptum fyrir hann en ekkert gekk og hann fór heim með bróðir hans.  Við gistum á Kirkjubóli og mælum við eindregið með þeim stað fyrir ferðalanga.  Við fengum fínan kvöldmat, gistingu og morgunmat á mjög góðu verði.  Þegar við vöknuðum um morguninn var allt á kafi í snjó og einstaklega fallegt veður, sem átti svo eftir að breytast í rok og rigningu síðar um daginn.  
 

Vöknuðum í hellings snjó

Gistum í bændagistingunni á Kirkjubóli

dómar skoðaðir á Heydalsá

Hrúturinn sem Siggu langaði í en var frátekinn

Búið að velja á Smáhömrum

Í fjárhúsinu á Smáhömrum

Erla rollubóndi.

Komin í kerruna

og heim í Skriðu



06.11.2008

Nú eru allar kindur komnar á hús og búið að berhátta þær allar.  Búið að slátra þeim sem ekki fá að sjá annað sumar og svo framvegis.  Svo er bara  fengitíminn framundan!!!!!


03.10.2008

Hrútasýning fjárræktarfélagsins fór fram hér hjá okkur síðast miðvikudagskvöld.  Það var mjög gaman, margt fólk og margir hrútar.  Við áttum 3 efstu hrútana, bræðurna Karíus og Baktus og svo hann Teina.  Baktur nr. 1, Karíus nr.2 og Teini nr. 3.  Einnig áttum við efsta lambhrútinn, hann Fálka.  Ýtið hér til að skoða myndir.

13.09.2008
Í dag voru göngur og réttir hjá okkur.  Það var nú réttað hjá nýja fjárhúsinu en við smíðuðum fjárrétt við það í síðustu viku.  Veðrið var frábært enda vildu kindurnar ekkert heim.  Ýtið hér til að sjá myndir úr réttunum.

30.04.2008 sauðburður 2008

03.04.2008
Nú er allt á fullu við að innrétta fjárhúsin og hér fyrir neðan ætla ég að setja inn myndir af
framkvæmdunum jafnóðum.


hér er garðinn að rísa, þar verða gemlingar og hrútar.  Fullorðnu ærnar verða svo með gjafagrindur
hinumegin í húsinu. 
 
Hér er garðinn komin, svo allir gemlingarnir komnir í hús, bæði ferfætlingar og mennskir!!!!


Hér að neðan eru svo ærnar komnar inn í húsin og éta úr gjafagrindinni.


10.02.2008
Kindurnar voru allar sónarskoðaðar í gær, það kom ágætlega út en samt full margar geldar!!!


06.02.2008

Réttir í Skriðu 2007.Ýtið hér til að sjá myndir.

04.10.2007
Skriðuhrútar hæstir á hrútasýningu.
Þeir Nubbur (06054) og Kólfur (06055) urðu stigahæstir á hrútasýningu á Syðri-Bægisá nú í október.
Sjá frétt á vef Hörgárbyggðar.

 

 

Hit Counter
Teljari settur þann 01.08.2007


Skriða - Hörgárbyggð - 601 Akureyri - tel. +354 461 1057 gsm +354 899 1057
Vefstjórar: Þór og Sigga