Ég heiti Agnar Páll og ég er í 2 bekk í Þelamerkurskóla.
Ég á afmæli 8. desember og er fæddur árið 2000. Ég
er ánægður í skólanum og á marga vini.
Skemmtilegast finnst mér í smíðum og handavinnu.
Ég æfi frjálsaríþróttir hjá íþróttafélaginu okkar
Smáranum, og finnst það rosa gaman. Ég er mikill
tölvuáhugamaður, finnst gaman að leika við vini mína,
baka og elda. Fer oft á skíði og finnst það
frábært en langar nú orðið mikið að fá bretti og læra að
renna mér á því. Enda hef ég rosalega gaman af að
renna mér og sérstaklega yfir einhverja stökkpalla og
svoleiðis. Svo fer ég stundum á hestbak og les
skemmtilegar bækur. Heimsmetabók Guiness er
uppáhaldsbókin mín.
Smellið
hér til að sjá myndir af
mér
24.08.2008. Ég og mamma hlupum til styrktar UNICEF
í dag í skólanum.
Við hlupum 20 hringi, eða 6 km.
05.05.2008 Myndir frá sýningunni
æskan og hesturinn
sem var á Sauðárkrók 4.maí 2008.
18.05 2008. Goðamót
léttis 2008, þar keppti ég á Fléttu og gekk vel. Klikkið
hér til að sjá myndir
16.08.2008. Við krakkarnir höfum verið að smíða kofa úti
í garði. Smellið
hér til að
sjá fleiri myndir.
05.02.2009
Hún Flétta, reiðhryssan mín, týndist um daginn og vorum við búin að leita
og leita. Hún fannst að lokum liggjandi hér
í hólfinu rétt utan við bæinn, og er nú á hærri
tilvistarsviðum. Hennar er auðvitað sárt saknað,
enda mikil öðlings hryssa. Þæg og viljug.
Fyrsta myndin er tekin á Bjargarmótinum síðastliðið
sumar, þar sem við unnum pollaflokkinn. Næstu
2 myndirnar eru teknar á Króknum, á sýningunni æskan og
hesturinn síðastliðið vor. Sú fjórða er svo tekinn
á Goðamótinu á Akureyri 2008.
|