Skriða - Hörgárbyggð
Þór Jónsteinsson og Sigríður Kr. Sverrisdóttir

Heim Fréttir/news Hross/horses Söluhross/ for sale Kýr Sauðfé Önnur dýr Um okkur Myndir/pictures hugmynd krækjur

 

Ég heiti Egill Már og er algjör sveitakall! Ég á afmæli 21. nóvember og fæddist árið 2002.  Ég er í Þelamerkur skóla.   Þolinmæði er ekki mín sterkasta hlið.  Ég er mikill vinnumaður og er nú þegar farinn að hjálpa mikið til á bænum.  Ég vil helst að hlutirnir gerist strax og helst aðeins fyrr en strax.  Mér finnst skemmtilegt að fara í fjós, á hestbak og hjálpa til við öll bústörfin.  Uppáhalstími ársins er vorið því þá fæðast lömbin og ég þarf ekki að klæða mig í kuldagalla og allt tilheyrandi, get bara stokkið í gúmmitúttur og hlaupið út.  Mér finnst líka gaman að hreyfa mig og er duglegur að æfa handahlaup og fleira.  Finnst frábært að hjóla og fara út að hlaupa með mömmu.  Einnig er ég mikill skíðakappi og finnst rosalega gaman að þjóta niður brekkurnar í Hlíðarfjalli.

Smellið hér til að sjá myndir af mér!

22.04.2008.  Egill fór í skólaheimsókn í dag í Þelamörk.

30.04.2008.  Egill tók þátt í danssýningu í dag í leikskólanum og voru krakkarnir rosa flinkir að dansa!
Annars er  Egill í sauðburðarfríi í leikskólanum og er í fullri vinnu heima en gaf sér samt tíma til að dansa. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
x




05.05.2008.  Myndir frá Sýningunni æskan og hesturinn sem var á Sauðárkrók 4. maí 2008

08.09.2008.

  Nú er ég byrjaður í 1. bekk í Þelamerkurskóla og er það bara nokkuð spennandi. Hef samt áhyggjur af því að ég geti ekki tekið almennilegt sauðburðarfrí næsta vor en það kemur í ljós.


14.12.2008

Ég fór og leit á hestana í dag og get ekki beðið þangað til Grettir verður tekinn á hús!!!
 

                                  

Hit Counter
Teljari settur þann 09.02.2008


Skriða - Hörgárbyggð - 601 Akureyri - tel. +354 461 1057 gsm +354 899 1057
Vefstjórar: Þór og Sigga