Við erum svo heppin Íslendingar að eiga fallegt
land og er Hörgárbyggðin engin undantekning.
Fjallahringurinn er rosalega fallegur og margir
fallegir staðir þar sem gaman er að heimsækja.
Hægt er að veiða í Hraunsvatni og
þverbrekkuvatni í Öxnadal. Fara ríðandi,
keyrandi eða gangandi fram í Baugasel, sem er
eyðibýli í Barkárdal. Svo eru auðvitað
ótal fjöll sem hægt er að klífa og dalir sem
hægt er að kanna.
Við hjónin erum mikið útivistarfólk og okkur
líður yfirleitt hvergi betur en upp á fjöllum
eða afdölum. Útsýnið af fjallatoppunum og
kyrrðin í dölunum, með árnið og fuglasöng er
eitthvað sem allir ættu að fá að kynnast!!!!
Hér ofan við bæinn opnast nokkrir dalir, og þar
er frábært útivistarsvæði fyrir fjölskylduna.
Þar ganga kindurnar okkar á sumrin, Þór
fer á greni þar á vorin og leggur út æti fyrir
tófuna á veturnar. Hann veiðir gæs á haustin.
Mikið berjaland er í fjallinu, bæði bláber,
krækiber og hrútaber. Svo bæði fólk og
gæsir hafa nóg að tína. Skemmtilegt er að
ganga upp með gilinu og skoða fossana og svo
mætti lengi telja. Ýtið
hér
til að sjá
veiðimyndir.
|
|
|
|
|
Útsýni úr Þorvaldsdal, yfir á Bægisárjökul |
|
|
|
|
|
|
|
|
horft niður Þorvaldsdal og út á sjó |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
haustlitir í garðinum í Skriðu 2007 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Fallegra verður veðrið ekki. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Gilið milli Skriðu og Dagverðartungu. |
|
|
|
|
|
|
|
|
Lönguhlíðarfjall og Selshnjúkur á bakvið |
|
|
|
|
|
|
|
|
Skriða séð frá heiðinni hinumegin í dalnum |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Séð niður torfuna og út á fjörðinn |
|
|
|
|
|
|
|