13.12.2012


Þetta er Náð frá Neðri-Vindheimum, 5 vetra Moladóttir, þæg
og hágeng meri sem er hér í þjálfun. Arnar og Anna Rós
eru eigendur hennar og eiga þau hér nokkur hross til
viðbótar. Öll þæg og þjál með flottann fótaburð og öll
til sölu:) Erum einnig með mjög fallegan rauðflófextan
gelding, þægan og hreingengan. Frábær reiðhestur fyrir
hvern sem er eða keppninshestur fyrir barn eða ungling!
12.12.2012

Bara varð að setja eitthvað inn á heimasíðuna í dag, þar sem
þetta er svo flott dagsetning:)
14.11.2012


Eins og vanalega er haustið notað til að frumtemja tryppin
sem eru á fjórða vetur. Nú er búið að gera öll tryppin
okkar reiðfær og þau komin út aftur og búið að fylla húsið
af hrossum sem við erum að temja fyrir aðra. Svo verða
okkar hross tekin aftur inn um áramót. Þannig að það
er allt í fullum gangi þó það sé búið að vera rólegt á
heimasíðunni. Enda dimmur tími og ekki svo gaman að
mynda. En smellti þó nokkrum myndum af henni Kringlu
frá Steinsstöðum áður en hún fékk langt frí. Kringla
er á fjórða vetur, undan Stíg frá Skriðu, stór og falleg með
frábært geðslag, eins og öll tryppin undan Stíg sem voru
gerð reiðfær nú í haust. Kringla er fylfull við
Kinnskæ frá Selfossi og hún verður því ekki tamin meira fyrr
en á fimmta vetur.
12.11.2012

Þessi prinsessa heitir Esmeralda og er sannkölluð
kynjakind:) Sjá sauðfé
04.11.2012


Loksins komið gott veður aftur, garðurinn og hlaðið fullt af
snjó og trén alveg að kikna undan álaginu. Nokkur
birkitré eru algjörlega sliguð niður í jörð og hægt að nota
þau sem tvíslá eins og sést á myndinni af Steina.
Spurning samt hvar Steini hefði lent ef tréð hefði losnað á
meðan!!!
03.11.2012

Stælsdóttirin Þruma frá Neðri-Vindheimum
til sölu. Upprennandi
keppnishross t.d. fyrir vanan krakka eða ungling. Auk
þess að vera draumafjölskylduhrossið
Auk þess erum við með nokkra geldinga núna til sölu þæga og
fína og flotta á litinn, henta t.d. vel í hestaleigur og
reiðskóla, gott verð.

Kóngur frá Útibleiksstöðum þægur og fínn krakkahestur (9
vetra) á myndinni hér að ofan.
Albert frá Langárfossi Vindóttur/mó skjóttur hringeygður eða
glaseygður.
03.11.2012

Nú er 3 dagur í stórhríð hér í Skriðu og við að verða búin
að fá alveg nóg af þessari vitleysu í veðurguðunum.
Skaflinn í garðinum orðin himinhár og mesta basl að komast
milli húsa í rokunum. En svona er nú víst Ísland og
ekkert að gera nema sætta sig við það.
Þessum merum var haldið í sumar og undir eftirfarandi hesta:
Stjarna frá Draflastöðum fór undir Smára frá Skagaströnd
Dalrós frá Arnarstöðum fór undir Kinnskæ frá Selfossi
Héla frá Skriðu fór undir Kinnskæ frá Selfossi
Kringla frá Steinsstöðum fór undir Kinnskæ frá Selfossi
Freydís frá Feti fór undir Kinnskæ frá Selfossi
Drottnig frá Árbakka fór undir Kjark frá Skriðu
Rimma frá Ytri Bægisá fór undir Kjark frá Skriðu
Gyðja frá Þingnesi fór undir Kjark frá Skriðu
List frá Fellskoti fór undir Óskastein frá Íbishóli.

Kinnskær frá Selfossi.
31.10.2012

Alltaf gaman að frá fréttir af hrossum frá okkur í
útlandinu. Fékk þessar myndir sendar í dag af honum
SKjálfta frá Skriðu. Skjálfti er undan Gyðju frá
Þingnesi og Drang frá Hjallanesi. Hann er í Þýskalandi og
það var hún Kyra eigandi Skjálfta sem sendi myndirnar.
19.10.2012
Þessar myndir eru teknar í dag, liðin vika síðan síðast og
enn skín sólin á okkur með frosti og stillum, yndislegt
alveghreint eins og það á að vera:)

Þetta er Sprengja litla frá Skriðu og bara orðin nokkuð
stór. Hún er undan Óskasteini frá Íbishóli og Stjörnu
frá Arnarstöðum (Dalrósarmömmu). Sprengja er sperrt og
lífleg hryssa sem við erum svolítið spennt fyrir.
Stjarna er núna fylfull við Smára frá Skagaströnd.

Hér er svo Sesar frá Skriðu ásamt móður sinni Drottningur
frá Árbakka. Sesar er undan Huldari frá Sámsstöðum og
er leirljósskjóttur á litinnn. Egill már á Sesar og er
strax farin að hlakka til að temja hann, því hann telur að
hann verði komin með aldur til að temja hann alveg sjálfur
þegar þar að kemur. Drottning er fylfull við Kjarki
frá Skriðu.
Brúni folinn hér að neðan er kominn með nafn og heitir hann
Klettur frá Skriðu:)
12.10.2012


Nokkrar í viðbót frá því í gær. Sá brúni er undan Hélu
frá SKriðu og Bessa frá Skriðu og Davíð bróðir Siggu á
rauðstjörnóttu merina. Þau eru bæði nafnlaus ennþá og
verður að gera bót á því á næstunni:)
11.10.2012
Veðrið var frábært í dag, stillt og bjart. Ég notaði
tækifærið og rölti til fjalls, vopnuð myndavélinni og hitti
fyrir nokkrar folaldsmerar hér í hálsinum ofan við bæinn.

Hér eru mæðgurnar Birta og Frigg. Frigg er undan Hlekk
frá Lækjamóti, svolítið erfitt var að mynda þær stöllur þar
sem þær höfðu meiri áhuga á að fá smá klapp og klór heldur
en að stilla sér upp:)


Þetta er svo Dalrósar og Flákasonurinn Askur frá Skriðu.....

og Hlynur frá SKriðu, hann er undan Fróða frá Staðartungu og
Hetju frá Garðsá.

Dimma og Baltó, en Baltó er undan Stála frá Ytri-Bægisá og
er alveg að verða grár eins og pabbinn. Á síðustu
myndinni er svo hún Rimma einnig frá Ytri-Bægisá og Elvar.
Elvar er undan Huldari frá Sámstöðum. Hann hét nú Elva
fram eftir sumri en þegar annað kom í ljós var nafninu
snarað yfir í Elvar:)
10.10.2012
Þór og Andreas brunuðu í Skagafjörðinn og tóku þátt í
reiðhallarsýningunni fyrir Laufskálarétt. Hér fyrir neðan
eru nokkrar myndir af þeim, Þór er á Moladótturinni
Gullinstjörnu frá Höfða og Andreas á Stælssyninum Sikli frá
SKriðu.



28.09.2012

Þessar tvær merar eru nú farnar til nýrra eiganda, Stella
frá Skriðu (sú rauða) er farin í höfuðborgina en Huld frá
Þrastarhóli (sú brúna) í höfðustað norðurlands. Það
eru tvær ungar og upprennandi hestakonur sem ætla að spreyta
sig á þeim og vonandi gengur það vel:)
24.09.2012

Þór fór í flugferð í vikunni, hann flaug yfir dalina hér í
nágrenninu til að leita að kindum. Veðrið var frábært
og skyggnið eftir því. Hann fann þónokkuð af kindum og
erum við búin að sækja þær. Flugvélin haggaðist ekki
og Þór var í skýjunum í orðsins fyllstu merkingu eftir
daginn.
23.09.2012


Hér er á ferðinni alveg frábær meri sem er hér í þjálfun.
Hún er 7 vetra gömul frá Neðri-Vindheimum og er undan Stæl
frá Miðkoti. Hágeng, rúm og hreingeng og alveg þæg.
Hún er til sölu:) (8991057/
skridan@simnet.is )
Tekið skal fram að hún er mjög feit, enda grasið orkumikið á
Þelamörkinni. Videó: http://www.youtube.com/watch?v=frcq6p30cL4

Dugur, fjögurra vetra geldingurinn undan Mola, er seldur og
búin að yfirgefa dalinn og óskum við nýjum eiganda til lukku
með hann. Bylur, sá rauði, er svo líka seldur og á
leið til Svíþjóðar í næsta mánuði.
18.09.2012

Jæja Björn Jóhann loksins koma myndirnar af merinni þinni:)
og videó líka:)
http://www.youtube.com/watch?v=nmfsbHmtSpI
Þessi meri hefur verið hér í þjálfun í haust, Maístjarna frá
Hólakoti, hún er undan Mola frá Skriðu. Klikkið á
slóðina til að sjá videó.
16.09.2012
Þessi flotta og efnilega meri var í frumtamningu hér hjá
okkur í haust og hér er afraksturinn af tamningunni:
Glóð frá Hólakoti eigandi Jón Páll Tryggvason. Knapi Andreas
Kjelgaard
http://www.youtube.com/watch?v=kYsPexw7x4k
15.09.2012

Svonar var um að litast upp á dal hjá okkur, hún Týra okkar
er búin að vera dugleg að hjálpa til við fjárleitir
undanfarið. Fyrir miðri seinni myndinni glittir svo í
hann Steina í Dagverðartungu, þar sem hann er að brjótast í
gegnum snjóinn. Hér fyrir neðan eru svo myndir af
hópnum sem fór á Barkárdalinn að sækja féð. Þór, Siggi
Hermanns, Elli bróðir Þórs, Gylfi frá Bústöðum og svo 3
kappar frá Björgunarsveitinni, Arnar Ingi, Gunni og Svavar.
Gott að nota tækifærið og minna fólk á hvar eigi að kaupa
flugelda um næstu áramót:) Auðvitað á að versla af
björgunarsveitunum ekki spurning.


Þessi mynd var svo tekin í gær en þá var smalað og talið og
því miður vantar okkur ennþá of margar kindur og lömb.
Svo við verðum að halda áfram að leita.
12.09.2012

Nú er hún Kapella frá Efri Kvíhólma farin til Svíþjóðar til
nýrra eiganda. Kapella er frábær, þæg og góð 5 vetra
hryssa og á vonandi eftir að reynast nýjum eiganda vel.
Annars er vetur skollinn á hér hjá okkur. Allt á kafi
í snjó upp til fjalla og dagarnir fara í að bjarga kindunum
af fjalli. Við eigum nú kindur sem eru vel flesta
svolítið duglegar í girðingunum og voru þær nú flestar
komnar heim en þó ekki nærri allar. Höfum verið að
týna þær niður fyrir auk þess að hjálpa nágrönnum sem áttu
fleiri kindur á fjalli. Undarlegt veðurfar í sumar.
Sól og þurrkur í tvo mánuði og svo bara endalaus úrkoma.
Töluvert á ennþá eftir að heyja svo það er eins gott
að það sumri á ný. En eins og oft er sagt: ÞETTA
REDDAST;)
06.09.2012

Bylur frá Skriðu er 7 vetra geldingur undan Mola og Dimmu
frá Akri (sem er undan Kjarki frá Egilsstöðum) Á fyrri
myndinni eru Bylur og Malin og svo Bylur og Andreas ári
seinna. Bylur er faxprúður og höfðinglegur alhliða
hestur. Sjá videó af Byl:
http://www.youtube.com/watch?v=3z9fjeofKDI
Hann er til sölu og kemur inn á sölusíðuna á næstu dögum.

05.09.2012

Huld frá Þrastarhóli er ný á
sölusíðunni. 4 vetra efnileg meri með fallegan
höfuðburð:) Videó kemur einnig á næstu dögum.
03.09.2012
Í garðinum okkar er leikvöllur ætlaður börnum með
rólum og leiktækjum. Í morgun voru heimagangarnir á
fullu að leika sér í dúkkuhúsinu og Jóhannes köttur klifraði
á rólunum.

Svo fengum við þessi ber, ein 10 kg. send með flugi úr
höfuðborginni. Svo nú er búið að frysta ber til
vetrarins. Það var Ragnheiður systir sem týndi
namminamm:)
02.09.2012
Nú fara fram mikil hátíðarhöld á Akureyri þar sem bærinn er
150 ára í ár. Á miðvikudagskvöldið síðasta, á sjálfan
afmælisdaginn voru Léttisfélagar með sýningu á
leikhúsflötinni í innbænum á Akureyri. Við vorum með
smá fjölskildusýningu þar sem við sýndum bæði hross og
börn:) Margir tóku þátt í sýningunni og enn fleiri horfðu á,
svo þetta endaði með því að verða hin besta kvöldstund.
Völlurinn var afmarkaður með kertaljósum og stemmningin var
notaleg.

Við völdum hrossin eftir litum og vorum í pörum.
Fremst gamla settið á gráskjóttu systrunum Ársól og Syrpu
Klettsdætrum:)

Svo komu Egill og Agnar á tveimur brúnstjörnóttum,
Gullinstjörnu frá Höfða og Gusti frá Hálsi:)
 
Svo rákur þau lestina Eyrún og Jónsteinn á tveimur mósóttum,
Ynju frá Ytri-Hofdölum og Gretti frá Skriðu (27 vetra):).
28.08.2012

Þessar tvær moladætur fóru í kynbótadóm á Hellu í síðustu
viku. Það var snillingurinn hann Daníel Jónsson sem
sýndi þær báðar. Saga frá Skriðu, sú brúna, fékk 8,5 á
línuna nema 5 fyrir skeið og Fiðla frá Litla-Dunhaga, sú
bleikálótta, fékk 8,16 fyrir hæfileika en 8 slétta út.
sjá dóma hér fyrir neðan:
SAGA
og FIÐLA
21.08.2012
Opið gæðingamót var haldið á Melgerðismelum um helgina og
þar sem ekkert varð af Einarstaðaferð þetta árið drifum við
okkur á melana og tókum þátt.

Agnar Páll keppti á Gusti frá Hálsi og stóðu þeir sig
frábærlega vel og voru með 8,58 í einkunn eftir forkeppni og
stóðu efstir en enduðu svo í þriðja sæti eftir úrslitin.

Hér eru þeir félagar að bíða eftir tölum og svo eru
bekkjasystkinin Agnar og Freyja í Litlubrekku í
verðlaunaafhendingunni:)

Egill keppti á Freyju frá Króksstöðum sem Guðmundur
Steingrímsson á Akureyri á. Það gekk nú ekki alveg
nógu vel svona í fyrsta sinn, Freyja tók krossstökk báða
spettina. En það gengur bara betur næst.

Andreas keppti á Molasyninum Byl frá Skriðu í tölti og þeir
urðu í 3 sæti eins og Agnar í barnaflokki og svo urðu Þór og
Ársól frá Standarhöfði í 3. sæti í A-Flokk þannig að 3 sæti
var það heillin þessa helgina:)

Ársól er bara 5 vetra gömul undan Klett frá Hvammi og er hún
öll að koma núna. Hún er með alveg svakalegt brokk,
gott tölt og skeiðið að opnast.

Egill Már tók svo þessar tvær skemmtilegu myndir af þeim í
úrslitunum:)

Syrpa frá Hólakoti er svo líka 5 vetra og líka undan Klett
hún endaði hins vegar 3 í B-úrslitum í A flokk. Syrpa er
rosa stór og falleg meri með mikinn fótaburð og á mikið
inni.
Linnea prófaði svo að fara með Stellu frá Skriðu í tölt
svona aðallega til að sýna henni völlinn og kynna hana fyrir
svona mannamótum.
17.08.2012
Tveir nýjir hestar auglýstir sérstaklega á
sölusíðunni. Dugur frá
Skriðu, fjögurra vetra geldingur undan Mola og Möttull frá
Torfunesi fyrstu verðlauna graðhestur með m.a. 9,5 fyrir
skeið:)
14.08.2012

Loki heitir þessi tveggjavetra Molasonur. Hann er
óvanaður, vígaflottur og sprækur.
Hér fyrir neðan er smá myndband af Loka.
http://www.youtube.com/watch?v=HKFcdqsTYlM
13.08.2012

Það er alltaf fjör á stóru heimili. Nú eru fjórir
kettlingar búnir að bætast í hópinn. 2 læður og 2
högnar. Læðurnar eru búnar að fá heimili en þessum 2
gulbröndóttu högnum vantar enn að finna eigendur. Þeir
eru rosalega sætir og miklar kelurófur, kassavanir og allt.
Erum búin að fá frábæra gesti til okkar nú í vikunni
og auðvitað fara allir á bak. Á fyrri myndinni er hann
Kári á honum Gretti ásamt aðstoðarmönnum, Kári býr í London
en á seinni myndinni eru þríburarnir frá Brjánslæk á
Barðastönd ásamt Skriðubræðrum. Þau heita Salvar,
Þorkell og Jarþrúður.

Jónsteinn er svo alltaf í boltanum en hér er hann á
Króksmótinu sem var um síðustu helgi á Sauðárkróki.
Með honum á myndinni er félagi hans Ísak Ólí í Auðbrekku.
12.08.2012

Dugur frá Skriðu, 4 vetra geldingur undan Mola. Hann
er í frumtamningu núna og gengur vel. Dugur er með
stórt skref og flottar hreyfingar auk þess að vera mjög
rúmur á brokkinu. Hann er til sölu:) eins og flest
annað:)
08.08.2012


Þennan hest vorum við að eignast, hann heitir Straumur frá
Skriðu og ræktandi og fyrri eigandi er Stefán Ingvason.
Straumur er þriggja vetra, ógeltur foli undan Mola frá
Skriðu og Hrönn frá Tungu, Hrönn þessi er undan Biskup
frá Hólum. Straumur er vöðvamikill og fallegur hestur
og liturinn er afbragð:)
07.08.2012
Sæludagur í sveitinni er árlegur hátíðisdagur hér í
Hörgárbyggð. Þar er brugðið á leik í bændafitness,
dráttavéla kappakstri, bátarallý og sandkastalagerð svo
eitthvað sé nefnt. Einnig eru mörg býli með opið hús og
einhverjar uppákomur. Í ár heppnaðist dagurinn
einstaklega vel enda rjómablíða og mikil þáttaka í öllum
viðburðum.

Þessi bleikklædda dama kom við í Skriðu um morguninn á leið
í keppnina á Möðruvöllum, gleymdi víst að setja
eldsneyti á "Massann". Því var kippt í liðinn eftir
þónokkra leit af olíulokinu. Það voru víst alltaf bara
Zetorar í Skriðu í gamla daga:)

Svona leit þetta svo út þegar komið var á mótssvæðið:)


Húsmóðirin var svo í bændaliðinu í fitnessinu og meðan aðrir
fjölskildumeðlimir vinna sér inn verðlaun í fjórgangi og
fimmgangi vinnur hún sér helst inn verðlaun í fíflagangi
enda með eindæmum hæfileikarík þegar kemur að einhverri
svona vitleysu:)

Huldubúð er verslun hér í sveitinni. Hún er í
Litla-Dunhaga og þar er selt ýmislegt heimagert góðgæti.
Mæli eindregið með því að taka rúnt í sveitina til hennar
Huldu og kíkja á úrvalið. Pestóið og chillisultan
hennar slá öllu öðru sambærilegu við! Huldubúð var
opin á sæludaginn og kom karmellukarlinn víðfrægi
fljúgandi:)
06.08.2012


Hér er á ferð hin 5 vetra gamla Saga frá Skriðu undan Sunnu
frá Skriðu og Mola. Þessar myndir voru teknar í dag á
vellinum okkar. Knapi er Andreas Kjelgaard.
Sunna, móðir Sögu, er fædd árið 1986 og er því komin til ára
sinna. Hún er svo undan Perlu frá Skriðu og Fáfni frá
Fagranesi. Sunna átti ekki folald í vor en er nú hjá
Kinnskæ og vonandi nær hún að eiga að minsta kosti eitt
enn:)
04.08.2012


Fórum í smá hestaferð í vikunni, fórum í Sörlastaði í
Fnjóskadal, fengum æðislegt veður, ekki mikla flugu og
höfðum frábæra ferðafélaga. Þannig að allt gekk eins
og í sögu og allir skemmtu sér vel, borðuðum holugrillað
læri með piparostasósu og vöskuðum svo upp í myrkrinu:)
29.07.2012

Þeir feðgar Þór og Agnar fóru að veiða í Hörgá í
morgun og fékk Agnar þennan fína lax. En það er nú
frekar sjaldgæft í Hörgánni. Laxinn var svo bara
eldaður strax í kvöld og rann ljúflega niður. Þeir bræður
eru svo einnig búnir að fylla kistuna af Makríl sem þeir
veiddu á bryggjunni á Akureyri og Hjalteyri.
26.07.2012
Við fórum í bíltúr fram á Barkárdal í dag með austurísku
pari og kíktum á tryppin okkar, þau voru þónokkuð framan við
Baugasel og þurftum við því að fara oft yfir ána og í ýmsar
torfærur. Sem sagt algjör ævintýraferð:)

Þessar tvær myndir lýsa mjög vel frelsinu sem tryppin hafa á
dalnum, alveg ómetanlegur þáttur í uppeldi þeirra finnst
okkur.

Þetta eru 3 fríðar og föngulegar merar, Staka frá
Steinstöðum, Míla frá Skriðu og Stika frá Þingnesi.
Staka er undan Bessa frá Skriðu, Míla undan Mola og Stika
undan Fróða frá Staðartungu.

Hnjúkur undan Hélu og Sædyn frá Múla, risastór veturgamall
foli.

"og faxið flagsast til". Brana undan Dimmu og Kappa
frá Kommu.

Svás undan Sunnu og Jóni frá Sámsstöðum, alltaf jafn kát.

Sunneva frá Kjarna, undan honum Stíg okkar, heitir sú
Skjótta og sú svarta er Staka frá Steinsstöðum.
24.07.2012

Smellti þessum af þeim Andreasi og Agli þegar þeir voru í
tamningatúr um daginn. Andreas situr Bliku, 4 vetra
undan Álfi frá Selfossi og Egill situr Rommel, 4 vetra undan
Mola frá Skriðu:) Allt á fullu í tamningum á bænum,
rosalega mörg hross á járnum og mikið að gera.
20.07.2012

Landsmótsstemmning 2012. Jónína Garðarsdóttir sendi
okkur þessar tvær myndir frá landsmóti, þær voru teknar á
setningarathöfinni á fimmtudagskvöldið. Á fyrri myndinni eru
Egill og Björgvin Helgason, sem keppti í ungmennaflokki
fyrir létti, í hópreiðinni. Á hinni seinni eru við
hjónakornin vel sólbökuð eftir lengsta sólbað sem við höfum
lent í:). Það er rétt núna sem liturinn er að renna af
manni enda flestir inn í traktor þegar sólin skín þessa
dagana.
15.07.2012
Í gær fóru fram árlegir Bjargarleikar Framfara, það er
bæjarkeppni hér í Hörgárseit, keppt í allkonar flokkum og
bara grín og gaman:) Við hér í Skriðu liðinu vorum
ánægð með daginn, flestir komu heim með verðlaun en það sem
við vorum hvað ánæðust með var hversu mörg ung Molabörn
mættu á svæðið og voru í úrslitum á mótinu. Öll áttu þau það
sameiginlegt að sveifla fótunum, það er greinilega að erfast
frá honum. Gaman að segja frá því hér í leiðinni að
Moli og Nils Ch. Larssen urðu Noregsmeistarar í
tölti um síðustu helgi!

Fyrst skal segja frá pollaflokknum, þar keppti Jónsteinn
Helgi á honum yndislega Gretti frá Skriðu. Hann er 27
vetra undan Mósu frá Skriðu og Dreyra frá Álfssnesi.
Hann er búin að vera í pollaflokknum á Bjargarleikunum frá
upphafi þeirra og búin að vinna hann nokkrum sinnum.
En í ár fengu allir pollarnir verðlaun enda á það að vera
svo í pollaflokk:) Í miðjunni eru Sólveig María á
Barká og Hákon á Rauðalæk með Jónsteini. Á enda
myndinni er svo Arnar á Vindheimum með dætrum í sínum,
Guðrúnu og Arndísi.

Linnea Kristin Brofelt á Sögu frá Skriðu lentu í fyrsta sæti
í kvennaflokki. Linnea er að vinna hjá okkur núna.
Saga er bara 5 vetra gömul, undan Mola og Sunnu frá Skriðu,
húrra fyrir þeim

Hún Eyrún okkar stóð sig líka með glæsibrag, hentist á bak á
Ársól frá Strandarhöfði kvöldið fyrir keppni og ákv. að vera
með. Þær fóru í úrslit í kvennaflokki og lentu í 5
sæti. Ársól er líka bara 5 vetra og undan Klett frá
Hvammi.

Hér er svo hann Andreas á henni Óskastjörnu frá
Stóru-Laugum, hún er líka bara fimm vetra og undan
Mola. Rosa hágeng, geðgóð og ganggóð meri sem er hér í
tamningu. Andreas og Óskastjarna lentu í 4 sæti í
karlaflokk.

Þór og Gullinstjarna frá Höfða, 6 vetra Moladóttir.
Vígaleg var hún en ekki alveg að höndla þessar hófhlífar.
Þau náðu í úrslit en ekki í verðlaunasæti.


Agnar og Egill kepptu í barnaflokki og í þeim flokki var
baráttann hvað hörðust, krakkarnir voru vel ríðandi.
Egill endaði í fyrsta sæti á Gusti frá Hálsi (þeim
brúnstjörnótta) og Agnar endaði fjórði á Sól frá Arnarstöðum
(rauðblesótt-moladóttir). Þeir voru búnir að vera á
reiðnámskeiði ásamt Jónsteini alla vikuna á Björgum. Þetta
var því endapunkturinn á námskeiðinu.

Hér eru svo tvö svört molabörn sem ég náði að smella myndum
af til gamans en þau voru enn fleiri á mótinu. Á
fyrstu myndinni er Pistill frá Litlu-Brekku 5 vetra
graðhestur ásamt Vigni Sigurðssyni eiganda sínum.
Pistill endaði í 3 sæti í karlaflokki. Á þeirri næstu er
Þorvar Þorsteinsson á Sæludís sem einnig er 5 vetra.
Sæludís varð í öðru sæti. Gaman að taka fram að það
var hann Jón Páll Tryggvason á Björgum sem sigraði
karlaflokkinn á Úlfi frá Kommu. Úlfur er uppalin hér í
Skriðu og finnst okkur við því ennþá eiga pínulítið í honum.
Á síðustu myndinni er svo hann Eyþór Þorvarsson og fannst
mér bara að þeir feðgar þyrfu að fylgjast að þar sem ég átti
myndir af báðum:)

Að lokum er hér ein skemmtileg mynd af systkinunm
Gullinstjörnu og Pistli! smellið á til að sjá hana stærri
11.07.2012




Það var mikið um að vera hér í kvöld, strákarnir opnuðu
svokallaða braggabúð sem þeir voru búnir að smíða í
braggahurðinni. Þar var ýmislegt góðgæti í boði auk
þess sem Jónsteinn stjórnaði tombólu. Grettir og
Stulli stóðu við sitt og vöktu mikla lukku en senuþjófarnir
voru kettlingarnir sem öllum krökkunum langaði að taka með
sér heim en enginn fékk. Þannig að einstaklega ljúfir
og sætir hvítir hnoðrar bíða hér eftir nýjum eiganda!
Takk fyrir komuna kæru vinir og grannar:°)
10.07.2012
Þá eru loksins öll folöld komin í heiminn á bænum og hér eru
myndir af þeim síðustu.

Drottning kastaði í nótt og kom þessi líka flotti hesturinn.
Leirljós skjóttur undan Huldari frá Sámsstöðum. Hann
hefur ekki enn fengið nafn.

Hér er svo óskasteinninn hún Sprengja frá Skriðu undan
Óskasteini frá Íbishóli og Stjörnu frá Arnarstöðum
(Dalrósarmömmu).

Þetta folald kom svo í vor öllum að óvörum. En það
kastaði ein 3 vetra meri í eigu Davíðs bróður Siggu og hefur
hún í skjóli nætur hitt einhvern ungan og myndarlegan!!
Nútíma tækin mun svo sjá um að staðfesta faðernið:)
02.07.2012

Nú erum við komin heim eftir viku í höfuðborginni á
landsmóti hestamanna. Einmuna blíða einkenndi mótið
sem og frábær hross. Egill Már keppti í barnaflokki á
Snillingi frá Grund og gekk bara vel endaði í 35 sæti af
u.þ.b. 90 krökkum:) Við sáum marga frábæra graðhesta
sem gaman væri að nota og erum ánægð með að eiga
folöld undan þeim Óskasteini frá Íbishóli, Fróða fra Staðartungu og Fláka frá Blesastöðum.
Ekki síst þeim síðastnefnda þar sem fréttir eru um að hann
sé á leið úr landir í haust!
22.06.2012

Þetta er Fiðla frá Litla-Dunhaga, undan Mola frá Skriðu.
Eigandi Fiðlu er Jósavin Gunnarsson. Myndin er tekin í
blíðunni í dag og var það Cecilie frá Danmörku sem tók þessa
flottu mynd.
Annars er það bara landsmót á morgun og bara eftir að
pakka:) eins og það er nú alltaf skemmtilegt.
21.06.2012

Tryppin farin á Barkárdalinn, frelsinu fegin:)
20.06.2012

Enn eitt folaldið, rauður hestur (verður grár) undan Dimmu
frá Akri og Stála frá Ytri-Bægisá. Hann heitir Baltó
frá Skriðu. Dimma er svo komin í hólfið hjá Kinnskær
ásamt Freydísi frá Feti, Hélu frá Skriðu, Kringlu frá
Steinsstöðum, Birtu frá Skriðu og Dalrós frá Arnarstöðum
19.06.2012

Meira af Álmi, hann var í merarstóði í Kjarna í Hörgársveit
í fyrrasumar og við fórum í dag og kíktum á afkvæmin.
Við leigðum svo hólf í Kjarna undir stóðhest og leigðum svo
hest í hólfið:) Hann heitir Kinnskær frá Selfossi,
leirljósskjóttur fyrstu verðlauna hestur sem er meðal annars
með 9,5 fyrir skeið. Nokkur pláss eru laus undir hann
ef einhver hefur áhuga, sími 8991057.
18.06.2012

Álmur frá Skriðu, 4 vetra á youtube. Faðir Álfur frá
Selfossi, móðir Dalrós frá Arnarstöðum.
http://www.youtube.com/watch?v=tc4Zu8gg6ic
Sjá hugmynd!
17.06.2012

Gleðilega Þjóðhátíð:)
16.06.2012
Alvör frá Skriðu, 5 vetra, á Youtube, faðir Moli, móðir Héla frá
Skriðu
http://www.youtube.com/watch?v=lFal9WtrvRk&feature=share
Bessi frá Skriðu, 5 vetra, á Youtube, faðir Gígjar, móðir Dimma
frá Akri
http://www.youtube.com/watch?v=Rxf9Vy7y8F4&feature=share
11.06.2012
Um helgina var gæðingakeppni Léttis og jafnframt úrtaka
fyrir landsmót haldin á Akureyri.


Egill og Sikill frá Skriðu, sýndu flotta takta en ekki alveg
tilbúnir ennþá:)
Egill og Snillingur frá Grund eru vanari saman og unnu sér
inn keppnisrétt á landsmóti í Reykjavík. Þeir enduðu í
2 sæti á mótinu:)

Þór fór í A-flokk á Djarfi frá Neðri-Vindheimum og gekk
vonum framar, komust í úrslit og enduðu í 4 sæti:)
10.06.2012
Videó af Dug frá Skriðu, 4 vetra geldingi undan Mola:
http://www.youtube.com/watch?v=ZV5YRf39KCQ
07.06.2012


Dalrós kastaði í morgun, brúnstjörnóttum fola undan Fláka
frá Blesastöðum. Framfallegur og töltir út í eitt.
Hann hefur hlotið nafnið Askur frá Skriðu

Rimma frá Ytri-Bægisá kastaði líka í morgun og sveik lit:)
Það kom rauð meri undan Huldari frá Sámsstöðum
(gráskjóttur). Hún hefur hlotið nafnið Elfa frá
Skriðu.
06.06.2012


Kjarkur frá Skriðu er 4 vetra graðhestur undan Mola og Sunnu
frá Skriðu. Við smelltum þessum myndum af honum og
Andreasi í gær. Kjarkur er frábær foli, hágengur og
ljúfur. Nú er Kjarkur komin í frí og er að sinna
nokkrum merum hér heima á túni.
04.05.2012

Þetta er Dugur frá Skriðu, síðasti ótamdi geldingurinn sem
við eigum undan Mola. Dugur er 4 vetra, aðeins búið að
setja á hann hnakk og venja hann við manninn. Dugur er
sterklegur og kraftmikill foli með miklar hreyfingar og
rúman gang.
03.06.2012

Það er komið langþráð sumarfrí í skólanum, sólin skín á
hverjum degi og búið er að járna "bestu hrossin". Hvað
er hægt að hugsa sér það betra þegar maður er 9 og 11 ára?
Agnar á Hélu frá Neðri- Vindheimum og Egill á Stulla.
Þau eiga það sameiginlegt að vera þæg en viljug og kjósa
skeið fyrst allra gangtegunda. Það er því skeiðlagt um
túnin í Skriðu þessa dagana, og skemmtilegast er að vera
berbakt:)
02.06.2012
Héraðssýning á Vindheimamelum 2012

Þetta er Syrpa frá Hólakoti - faðir Klettur frá Hvammi.
Sýnandi er Þorbjörn Hreinn Matthíasson. Syrpa er 5
vetra, stór og falleg hryssa. Klikkið hér til að sjá
dóminn: Dómur!

Hér er svo Bessi frá Skriðu - faðir Gýgjar frá
Auðsholtshjáleigu. Sýnandi er Andreas Kjelgaard. Bessi
er einnig 5 vetra, geðgóður, lipur og skemmtilegur foli.
Klikkið hér til að sjá dóminn hans:
dómur!
31.05.2012

Fannst þessar tvær myndir bara eitthvað svo krúttlegar að ég
varð að deila þeim. Þetta er einn Bessasonurinn á
þeysispretti:)
30.05.2012
Þrír brúnir Bessasynir fæddir á bænum! Bessi er fimm vetra
foli sem við eigum undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og
Kjarksdótturunni Dimmu frá Akri.

Fyrsta folaldið undan Huldari frá Sámsstöðum er einnig fætt,
rauð hryssa sem fengið hefur nafnið Hulda frá Skriðu.
Móðir Huldu Ópera frá Víðinesi er lítið fyrir að standa kyrr
svo erfitt er að ná kyrrmyndum af þeim. Hulda virðist
ætla að verða jafn fjörug eins og sést á myndunum.
29.05.2012

List frá Fellskoti kastaði í morgun, það kom stór brúnskjótt
meri undan Geisla frá Úlfsstöðum. Jolli og Jónína, sem eiga
helminginn í List eru eigendur af henni. Þær mæðgur
eru nánast alveg eins á litinn. List er undan Galdri
frá Sauðárkróki og er rosalega myndarleg enda gaman að mynda
hana. Þessar myndir eru teknar í morgun, sú stutta fékk
góðar móttökur í heiminn, ekki skýhnoðri á himni.


Rauðskjótta merfolaldið undan Birtu (Moladóttur) og Hlekk
frá Lækjarmóti hefur hlotið nafnið Frigg í höfuðið á
móðurömmunni sem einnig er rauðskjótt.

Erum einnig búin að nefna bleika Fróðasoninn, Hlynur heitir
hann:)
28.05.2012


Um hvítasunnuhelgina gerðust nokkrir merkilegir atburðir, í
fysta lagi var veðrið með eindæmum gott:) svo kom nýja
dráttarvélin í hlaðið:) og kýrnar fóru út að viðstöddu
fjölmenni eins og alltaf:) Sem sagt góð helgi að baki
ef litið er á björtu hliðarnar ef hins vegar er litið á hina
hliðina, Þá var sólin svo sterk að kýrnar sólbrunnu á
spenunum þrátt fyrir smyrsl og hvað eina og létu því heldur
illa í mjöltum.
18.05.2012

Þessar 3 hressu og skemmtilegu stelpur voru hjá okkur í dag.
Það var sveitadagur hjá krökkunum í 5 og 6 bekk í
Þelamerkurskóla og dreifðu krakkarnir sér á bæina í
Sveitinni. Þær heita Kristín Ellý, Harpa og Ingunn.
Agnar Páll var á Neðri-Rauðalæk að hjálpa til í sauðburði í
dag.
17.05.2012
Firmakeppni léttis fór fram á Hlíðarholtsvelli á Akureyri í
dag og drifum við okkur því í betri fötin og fórum í bæinn!!
Allir sáttir við daginn og góðar kökur á eftir samt svolítið
kalt í veðri og snjóaði á barnaflokkinn (Brrrrrr fyrir
ljósmyndarann).


Bóndinn sjálfur á Gullinstjörnu frá Höfða, hann er ennþá með
þetta sá gamli:)
Gullinstjarna er undan Mola og er í eigu Jóns Páls
Tryggvasonar en ræktuð af Ingu Hrönn Flosadóttur frá Höfða í
Grýtubakkahreppi.

Andreas á Sögu frá Skriðu, 5 vetra, einnig undan Mola og
Sunnu frá Skriðu. Hún og Andreas smullu saman og er
hún að springa út hjá honum:)

Anna Guðný verknemi á Ynju frá Ytri-Hofdölum. Ynja er
líka bara 5 vetra og stóðu þær vinkonur sig rosalega vel þar
sem báðar hafa lítið sem ekkert inn á völl komið áður.
Eftir þetta mót eiga þær örugglega báðar eftir að koma inn á
völl oft og mörgum sinnum:)

Egill Már Vignisson heimalingur í Skriðu var líka að keppa
og stóð sig rosa vel, lenti í fjórða sæti í unglingaflokk.

Egill á Úlfi frá Kommu enduðu í 4 sæti í barnaflokk.
Jónsteinn og Gullbrá þeystu um völlinn, byrjuðu á stökki en
enduðu á flottu tölti:)

Agnar Páll og Sikill frá Skriðu. Agnar dustaði rykið
af hnakknum sínum og dreif sig í keppni en handboltinn er
búinn að taka hug hans og tíma í vetur. Þetta var
frumraun Sikils á keppnisvellinum.
15.05.2012

Berglind frá Skriðu, undan List frá Fellskoti og Gaumi frá
Auðsholtshjáleigu. Berglind er veturgömul, fangreist
og framfalleg. Við erum eiginlega bara alveg rosalega
skotin í henni verst að þurfa að bíða í 3 ár:)
15.05.2012

Það var smá upprifjun á vetri hér síðustu 2 sólarhringa.
Snælduvitlaust veður bara:( Settum allt fé inn, og einnig
merarnar sem komnar eru með folöld, um leið og byrjaði að
snjóa. Þegar leið á daginn versnaði veðrið svo það
endaði með því að við settum allar fylfullu merarnar inn
líka. Engin kastaði nú samt sem betur fer.

Fjóshlaðan, gömlu fjárhúsin og hesthúsin voru fyllt af
kindum og hrossum!


En í morgun var sólin komin upp og vonandi er þetta
svokallaða Krossmessuhret yfirstaðið. Folöldin voru
frelsinu fegin og léku sér í snjónum eins og enginn væri
morgundagurinn
11.05.2012

Hér er hann Sörli frá Skriðu að sýna sig í Hafnarfirðinum.
Það er hún Katrín Sveinssdóttir sem situr hann en pabbi
hennar Sveinn Jóhannesson er eigandi hans.
09.05.2012
úpps hvað er þetta nú eiginlega??????????? best að skoða
aðeins

Sáum Birtu kasta sínu fyrst folaldi snemma í gærmorgun.
Það var þá ekki af verri endanum, loksins loksins kom skjótt
hryssa á bænum undan Hlekk frá Lækjamóti. Hér að neðan
er hún svo orðin sólarhringsgömul. Svo 4 folöld
fædd og nokkur á leiðinni.

08.05.2012

Folald nr. 3 er brún hryssa undan Jasmín frá Tungu og Bessa
frá Skriðu. Jasmín er nú ekki mjög gæf og því erfitt
að festa parið á mynd:) Sú stutta myndi nú svosem ekkert
vinna ungfrú Ísland ef út í það er farið en samt eitthvað
svo krúttleg. Allir hafa jú sinn sjarma, svo sprautast hún
um á gangi þessi elska.
03.05.2012

Folald nr. 2 kom í nótt, agalega "sætur" bleikstjörnóttur
hestur undan Hetju frá Garðsá og Fróða frá Staðartungu.
Þetta er fyrsta folaldið hennar Hetju og voru þau mæðgin
verulega þreytt þegar við vitjuðum þeirra í morgun og
steinsváfu bæði tvö.
En folöldin og lömbin eru ekki einu vorboðarnir, nú erum við
búin að sjá lóur, hrossagauka, stelka, tjalda og fleiri
fugla og svo er garðurinn nú líka að lifna við svo þetta er
allt að gerast:)


Þessar myndir voru svo teknar í sólinni í dag af þeim
Andreas Kjelgard og Ársól frá Strandarhöfði (5 vetra undan
Klett frá Hvammi) og Sigga Hermanns og Álmi frá Skriðu (4
vetra undan Álfi frá Selfossi). Andreas kom til okkar
í gær frá Danmörku.
02.05.2012


Þessi gráskjótta hryssa heitir Syrpa frá Hólakoti
(Skagafirði). Hún er undan Kletti frá Hvammi, stór og
léttbyggð með allan gang og flottar hreyfingar. Hún er
í þjálfun hjá Þorbirni Hreini Matthíassyni á Akureyri og er
það hann sem situr hana á myndunum. Stefnt er með hana
í dóm í vor eða sumar.
01.05.2012

Það er komið folald, brúnn hestur undan Haldardóttirinni
Hélu og Bessa frá Skriðu. Hann er ekki komin með nafn
ennþá en það stendur til bóta. Anna Guðný, verknemi
frá lbhí á Hvanneyri heldur í Hélu. Anna er
bárðdælingur og búfræðinemi og verður hún hjá okkur í
verknámi eitthvað fram í júní:)
26.04.2012

Nokkrir nýjir gæðingar á
sölusíðunni:)
25.04.2012

Nú er sauðburður hafinn í Skriðu og paranir vetrarins farnar
að bera ávöxt. Alltaf jafn gaman þegar hann hefst þó
það sé nú líka gaman þegar honum lýkur:) Myndir koma síðar
þessi er frá því í fyrra.
24.04.2012

Gleðilegt sumar:)
16.04.2012


Dugur frá Skriðu heitir þessi 4. vetra foli, hann er undan
Mola frá Skriðu og Björgu Kvíabekk. Hann var
gerður bandvanur í haust og settur á hann hnakkur og aðeins
byrjað að dunda með hann. Hann er kraftmikill og rúmur
foli sem spennandi verður að temja.
15.04.2012
Sýningin Fákar og fjör fór fram í reiðhöll Akureyrar í gær,
þetta var stjörnum prýdd sýning og mjög skemmtileg.
Frábærir gæðingar víðsvegar af og fannst okkur
gæðingshryssan Glíma frá Bakkakoti standa uppúr, þvílíkt
hross.

Egill Már var í strumpaatriðinu og var það rosalega flott
hjá krökkunum. Hann er hégómastumpur með bleikt blóm í
húfunni!!

Þór var í skeiðatriðinu og ég held að þessir menn ætli bara
aldrei að verða fullorðnir, rifu sig úr að ofan til að rífa
upp stemmninguna, og það tókst enda afspyrnu
hlægilegir á að líta:) Spurning um smá brúnkukrem ef þeir
ætla að endurtaka þetta seinna.

Sænsku flikkurnar voru með flott atriði, Emil, Lína
Langsokkur, Matthildur, Ronja og Kalli á þakinu mættu á
svæðið. Kalli var reyndar flottur og hún Ronja
ræningjadóttir þeysti um á Moladóttur (Orku frá
Efri-Rauðalæk).

Síðast en ekki síst voru "útihestamennirnir" með atriði,
fleiri tugir hesta lausir í reiðhöllinni, ródeó, kveðskapur
og fleira gaman.
14.04.2012

Djákni frá Skriðu er nú farin suður á bóginn. Hann er
á leiðinni til Danmerkur nú í lok mánaðarins og enn fækkar
Molabörnunum í stóðinu okkar:( en við óskum nýjum
eigendum til hamingju og vitum að það verður dekrað við hann
á nýja heimilinu:)
09.04.2012


Þessi foli heitir Svarti-Örn frá Litla-Dunhaga og er 3 vetra
molasonur, ógeltur. Hér bregður hann á leik með
tíkinni okkar henni Týru. Hann er sameign okkar og
Jósavins Gunnarssonar í Litla-Dunhaga eða réttara sagt "var"
því hann er nú búin að skipta um eiganda og því á förum
héðan á næstu misserum:)
07.04.2012
Á laugardaginn var Líflandsmótið haldið í reiðhöllinni á
Akureyri. Það er eingöngu fyrir börn, unglinga og
ungmenni. Margar skráningar voru á mótið og mikið
stuð. Egill Már var fulltrúi okkar á mótinu en segja
má að hann hafi verið með eigin styrktaraðila á mótinu en
það var hann Jón Páll á Björgum sem lánaði honum hross og sá
um að þjálfa strákinn:) og sendum við honum bestu þakkir
fyrir.

Þriðja sætið í fjórgangi á Snillingi frá Grund!

Hér er hann í tölti á Úlfi frá Kommu, þeir voru flottir
saman en lentu eitthvað aðeins innfyrir braut og gerðu því
ógilt:(

En það gerðu líka fleiri fulltrúar okkar því hann Björgvin
Helgason var á honum Byl okkar í fimmgang og lenti líka
innfyrir. Við þurfum kanski að fara kenna hrossunum
hér í dalnum að það sé bannað að stíga á strik:)
En skemmtilegur dagur og fullt af flottum krökkum á flottum
hrossum.
06.04.2012

Þetta er ný hryssa í okkar eigu. Hún heitir Dulúð frá
Tumabrekku og er undan Gaumi frá Auðsholtshjáleigu.
Fíngerð og snotur meri og ekki nú skemmir liturinn hana.
Aðeins er búið að prófa hana og endaði það með því að leiðir
hryssu og knapa skildu og meira að segja skildi girðing þau
að. En enginn slasaðist þó alvarlega við þessar
æfingar og er nú bara verið að dunda við að temja hana.
Spennandi!!!
27.03.2012


Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldið æfingamót í
fjórgangi fyrir börn og unglinga í reiðhöllinni á Akureyri.
Þá máttu krakkarnir mæta og ríða fjórgangsprógramm og fá
umsögn um frammistöðu sína bæði um kosti og galla.
Ekki voru gefnar einkunnir og ekki raðað í sæti. Þetta
er frábært framlag til æskulýðsmála hjá unglingaráði og
vonum við að verði fleiri svona mót í vor svo krakkarnir
geti æft sig. Egill fór með Snilling frá Grund og
hafði verulega gaman af. Á síðustu myndinni er svo hún
Anna Ágústa í Auðbrekku en hún fór líka með okkur á mótið og
stóð sig vel.

Á þessari mynd er hann Jónsteinn, yngsti
fjölskyldumeðlimurinn, hann er orðinn hálfforfallin
fótboltaáhugamaður og þó hann sé nú bara nýbyrjaður að æfa
með Þór á Akureyri eru mótin strax byrjuð að tikka inn.
Hann keppti á Goðamóti í Boganum um helgina:)
21.03.2012


Hérna eru nokkrar myndir af honum Djákna frá Skriðu.
Hann er graðhestur á 4 vetur undan Mola og hann er nú orðin
vel reiðfær. Eins og sjá má hefur hann erft
fótaburðinn frá föður sínum ;)
20.03.2012

Kyrrð og ró í vetrarsólinni, allir saddir og glaðir og
vinir:)
19.03.2012

Þessi litskrúðuga hryssa heitir Trú frá Vesturkoti.
Við eignuðumst hana í viðskiptum í vetur og erum bara ánægð
með hana, hún er bæði léttbyggð og lífleg og ekki skemmir
liturinn hana.
Hún er undan Hrók frá Þorlákshöfn (sem er aftur undan Þrist
frá Feti) og Mínútu frá Leirubakka (sem er aftur undan Spuna
frá Miðsitju).
06.03.2012

Nú er hann Sörli karlinn seldur og á leiðinni í
Hafnafjörðinn á næstu dögum. Hans verður sárt saknað
af húsmóðurinni á bænum en hann fer í góðar hendur og það er
fyrir mestu:)
05.03.2012

Áttum frábært kvöld í leikhúsinu á föstudagskvöldið.
Fórum á Gulleyjuna og skemmtum okkur konunglega, mæli
með henni fyrir alla fjölskylduna. Ég var einnig svo
heppinn að vera gestur nr. 5000 og fékk að launum blóm,
geisladisk og bol og svo fengum við að heilsa upp á
leikarana á eftir:)
28.02.2012

Smellti þessum myndum af þeim "Þór og Bessa" og "Nóní og
Kapellu" þegar þau voru að koma heim úr útreiðartúr í gær.
Allt á fullu í hesthúsinu þessa dagana. Fórum í
rekstur yfir á Bægisá í dag með nokkrar sérvalda Akureyringa
og Hörgdælinga með okkur en því miður var myndavélin fjarri
góðu gamni! Reynum að bæta úr því næst.
28.02.2012


Brugðum okkur í bústað í Fnjóskadal um þar síðustu helgi með
góðum vinum. Þar var brugðið á leik í snjónum, grillað,
spilað, legið í leti, talað um sauðfé og margt fleira.
Veðrið var fínt og Fnjóskadalurinn vinalegur að vanda.
Svona vetrarbústaðaferðir eru frábærar til að hlaða
batteríin :)
12.02.2012

http://www.hestafrettir.dk/Frettir/2764/
Klikkið á fréttina hér að ofan. Moli og Nils-Christian
Larsen unnu Stóðhestakeppni í Danmörku í gær!! Gamli klikkar
ekki og ekki amalegt að eiga nokkra litla Mola í túninu
heima:)

Gaman að segja frá því í leiðinni að í KEA mótaröðinni í
fjórgangi á fimmtudagskvöldið endaði Moladóttirin Björg frá
Björgum í öðru sæti og hefði nú alveg mátt vinna svo
glæsileg var hún með knapa sinn og eiganda Viðar Bragason.
Hér að ofna er gömul mynd af þeim.
02.02.2012

Þetta er annar ógeltur foli á 4. vetur, Kjarkur frá Skriðu, og er hann einnig
undan Mola og móðir er Sunna frá Skriðu. Frábært
tryppi, þjáll og þægur með flottar hreyfingar og ganglag.
31.01.2012

Þessar myndir voru teknar í ljósaskiptunum í dag af þeim
Djákna frá Skriðu og Þór. Djákni er ógeltur foli á
fjórða vetur undan Mola frá Skriðu og Baldursdóttirinni
Sóley frá Kálfsskinni. Þetta er 3 útreiðartúrinn á
Djákna og lofar hann mjög góðu, laus gangur og
vígahreyfingar!
30.01.2012
Fórum með nokkur folöld á folaldasýningu Framfara um
helgina, en hún var haldin í reiðhöllinni á Akureyri.
Oft hafa fleiri folöld verið skráð til leiks en þó var
keppnisfært og bara gaman af eins og alltaf.

Hér eru nokkrar merar sem við eigum, sú fyrsta heitir
Sunneva frá Kjarna og hún er undan Stíg okkar. Eins og
öll Stígsbörnin er hún þúfugæf og ekki skemmir liturinn
fyrir henni. Svo kemur önnur litfögur, Katla frá
Kambakoti og er hún undan Bessa (Gígjarsyni) frá
Skriðu, stórstíg og skemmtileg hryssa. Því næst eru
Góa Moladóttir(sem verður ársgömul í lok febrúar) og Demba
Hlekksdóttir sem eru báðar frá Skriðu.

Þetta eru 3 efstur hestarnir sá rauði frá Garðshorni var
efstur, svo sá brúni frá Litlu-Brekku og sá rakaði brúni frá
Tobba nr. 3. Flottir voru þeir röðuðu sér upp eins og
í verðlaunaafhendingu á landsmóti og þurftu ekki einu sinni
knapa. Á seinni myndinni eru svo 3 efstu hryssurnar og
kunna þær ekki síður að raða sér upp og eru klárar í
heiðurshringinn:) Gaman að sjá hvort þetta eigi svo
eftir að rætast eftir svosem 4 -5 ár. Hryssan í 3 sæti
er sú rauða sem er fjærst og er Demba frá Skriðu, undan
Freydísi frá Feti og Hlekk frá Lækjamóti. Í 2 sæti
varð Prinsessa frá Neðri- Rauðalæk og er hún í miðjunni.
Prinsessa er undan Drottningu okkar frá Árbakka og Kopar frá
Hvanneyri. Eftsta hryssan er sú jarpa,
Berglind frá Skriðu undan List frá Fellskoti og Gaumi frá
Auðsholtshjáleigu.

Hér eru svo eigendurnir að taka við verðlaunum!!

Svo kjósa áhorfendur glæsilegasta folaldið og þau urðu jöfn,
Berglind og brúni folinn frá Litlu-Brekku en hann er undan
Pistli frá Litlu-Brekku. Pistill þessi er svo aftur
undan Mola frá Skriðu.
Góður dagur sem endaði svo með Þorrablóti um kvöldið og
dansi fram á rauða nótt að Hörgdælskum sið!!
26.01.2012

Nú lengir daginn um nokkrar mínútur á hverjum sólarhring og
þessi góða, gula er loksins farin að gægjast yfir fjöllin
hérna í Hörgárdalnum, ekkert jafnast á við vetrarsólina
þegar allt er á kafi í snjó eins og er núna. Annars
gengur lífið sinn vanagang í sveitinni á þessum árstíma,
mjaltir, tamningar og endalausar gegningar og gjafir því
eitthvað þarf nú flotinn að borða í kulda og snjó!!

Annars höfum við fengið liðsauka í hesthúsið en hún Veronica
Gspandl á Barká er að temja hjá okkur svona með annari
vinnu og er hún einnig með 2 hross hér á eigin vegum.
Veronica er búin með tvo vetur á Hólum og ætlar hún að
þjálfa fyrir okkur 6 hross í vetur. Tekið skal fram að
þessi mynd er ekki tekin í hesthúsinu í Skriðu:)
Hrossin hér eru ekki alveg svona stór og Noní er ekki heldur
alveg svona lítil !!!
22.01.2012

Við sóttum tryppin fram á Barkárdal eftir áramótin og gekk
það vel. Stóðið var komið nánast heim að hliði og
sóttum við þau á snjósleðum uppeftir. Þau voru spræk
og í góðum holdum en að vonum glöð að komast heim og fá
tugguna sína.
21.01.2012
sjá önnur dýr!
09.01.2012


Tvistur frá Arnarstöðum er búin að skipta um eiganda og er
farin suður á land. Tvistur er skemmtilegur 5 gangari
undan Mola og óskum við nýjum eiganda til hamingju. Í
staðin eignuðumst við vel ættaða brúnskjótta meri á
fjórðavetur. En myndir af henni koma seinna.
03.01.2012


Gleðilegt ár, það er alltaf skrítið að þurfa að venja sig á
að skrifa nýtt ártal:) en svona flýgur tíminn áfram, jafnvel
í skammdeginu. Nú eru flest hross komin á gjöf og búið að
flokka þau niður í hólf. Síðasta ár var bara nokkuð
gott hér í Skriðu, við seldum slatta af hrossum, mjólkuðum
upp í kvótann og kindurnar skiluðu sínu vel að vanda, þær
gerðu allavega sitt besta til að skila einhverju í súpuna.
Krakkarnir stækka og dafna og ef undanskilin eru nokkur
beinbrot og prakkarastrik þá gekk barnauppeldið bara
furðuvel. Heyskapurinn gekk betur en leit út fyrir en
þó höfum við verið að losa okkur við eitthvað að hrossum
til að eiga nú örugglega nóg til vors. Aukakílóin hrundu svo
af í september þar sem við vorum í endalausum göngum en sem
betur fer komu jólin í kjölfarið og björguðu þeim öllum á
aftur. Jólin voru sko tekin með trompi og steikur í
allskonar útfærslum runnu niður með til heyrandi desertum og
gúmmelaði. En nú er komið nýtt ár með sínum
nýársheitum og húsmóðirin búin að hlaupa alla daga ársins,
hvað ætli það endist lengi? Vonandi meira en fyrstu viku
janúar eins og félagarnir hér að neðan halda!!!

|