30.12.2008
Það sást til kinda fyrir ofan Fornhaga í fyrradag og var
gerður út leiðangur til að ná Þeim. Þór fór ásamt
fleirum úr sveitinni og náði þeim. Þetta var ær með
tvö lömb og var hún ekkert á því að drífa sig heim, heldur
lét sig vaða niður á klettasyllu í gilinu milli Fornhaga og
Dagverðartungu. Þór og Robbi í Litla Dunhaga skriðu á
eftir þeim og náðu að draga þær uppúr gilinu. Það er
ýmislegt lagt á sig fyrir þessar elskur!!!
24.12.2008
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju
ári. Þökkum fyrir innlitið á heimasíðuna okkar og með
jólakveðjunni fylgja nokkur sýnishorn úr jólamyndatökunni.
Það gengur jú mjög misjafnlega vel að ná mynd af hópnum þar
sem allir sitja kyrrir, eru með opin augu o.s.frv.
20.12.2008
Kíkið á myndir og sjáið myndir úr
jólalandinu í Mývatnssveit.
Fórum þangað í fyrradag og skemmtum okkur konunglega.
14.12.2008
Þessar myndir eru af Draumi frá Skriðu og voru þær teknar í
dag. Draumur er í eigu veiðifjölskildunnar í
Stóra-Dunhaga og var þetta í 3 skipti sem farið var út á
honum. Draumur er undan Mola og Skutlu frá
Brúnastöðum. Hann er mjög geðgóður og skemmtilegt
tryppi í alla staði, rúllar tölt og brokk og fer mjög vel á
stað.
14.12.2008
Í dag fórum við í smá göngutúr upp í fjall til að líta á
höfðingjana á bænum. Það urðu heldur betur
fagnaðarfundir hjá elstu meðlimum hrossahópsins og yngstu
meðlimum fjölskyldunnar. Enda fer það mjög oft vel
saman lítil börn og gamlir hestar. Faxi, sá rauði er 23
vetra Dreyrasonur, Grettir
er einnig 23 vetra Dreyrasonur og svo er það hann Snerill
sem ég veit lítið annað um en hann er hvítur og afskaplega
skemmtilegur. Svo skemmtilegur að hann réð sér ekki
fyrir hlátri eins og sjá má á myndunum.
07.12.2008
Búið er að vera mikið fjaðrafok í sveitinni undanfarið vegna
hrútamála. Nú er náttúrulega tími tilhleypinga svo nóg
er að gera hjá hrútunum á þessum árstíma.
Sauðfjárræktarfélagið keypti hrút austur í landi sem hlotið
hefur nafnið Lambás. Ekki voru allir á eitt sáttir með
þessi kaup þar sem sumum þótti hann helst til dýr, enda næst
dýrasti hrútur landsins. Lambás er hinsvegar
staddur hér í Skriðu og tekur á móti kindum héðan af flestum
bæjum!!! Svona rétt eins og fyrstu verðlauna
graðhestur. Sauðfjárræktarfélagið Nöldur og Nagg
auglýstu svo annan hrút til afnota en hann er að austan
líka. Hann var reyndar frekar ódýr (miðað við
hinn) en litfagur og stæðilegur hrútur sem hlaut nafnið
Dollar. Þar sem Þór heldur nú grimmt undir Lambás,
búinn að versla tolla af nágrönnum og svo framvegis ákvað ég
(Sigga) náttúrulega að fara með hana Franskeskur mína undir
Dollar. Enda hagsýn húsmóðir og hún Franseska af gamla
mórukyninu okkar. Í dag gerðum við sem sagt út
leiðangur, ég og Bragi (stjórnarmaður í Nöldur og nagg)
ásamt fríðu föruneyti, og fórum með sitthvora kindina yfir á
Ytri-Bægisá. En þar virðist hið nýtilkomna félag halda
bækistöðvar sínar. Tollurinn var auglýstur á 3
dollara en ekki var tekið fram hvaða gengi skyldi miða við.
02.12.2008
Veðrið hefur verið heldur stormasamt undanfarið eins og sést
á myndunum enda er mjög jólalegt í dag. Snjór yfir
öllu, bjart og kalt. Við sóttum hann
Hákon upp í fjall fyrir helgi.
Hann er alltaf frekar fljótur að leggja af þegar harðna fer
á dalnum svo nú stendur hann í rúllu og hefur það gott með
Mola og fleiri höfðingjum. Hrossagreyin voru snjóbarin
en í góðu standi og ánægð að fá brauðbita að narta í.
Seinustu kálfarnir voru teknir inn um helgina, svo nú getum
við farið að sofa betur á nóttunni. Ég var farin að
sofa hálf illa að vita af þeim úti!!
23.11.2008
Hér er svo mynd af graðhestinum okkar og Jóns Páls, honum
Kopar frá Hvanneyri. Gullfallegur og prúður á tagl og
fax!!
23.11.2008
Nú eru hrossinn kominn í vetrarbúninginn, folöldin kafloðin
og bangsaleg. Ég er að vinna í að koma folöldunum og
nýju hrossunum inn á heimasíðuna og læt vita af því þegar
það er allt komið inn. Vonandi verður það á næstu
dögum. Á fyrstu þremur myndunum eru tvö
rauð Álfsbörn (sá dekkri undan Dalrós),
jarpa merfolaldið er svo undan Markúsi og
Rauðhettu.
Brúntvístjörnótta folaldið heitir Rommel og er undan Mola og
Drottningu.
21.11.2008
Við fengum skemmtilega heimsókn í fjár- og hesthúsið í
dag. Það voru þeir Unnar, Sindri og Matthías en þeir
eru í Þelamerkurskóla. Þeir skoðuðu kindurnar og
hrútana og fengu smá fræðslu um þær. Svo brugðu þeir
sér aðeins á hestbak á hann Tvist. Þeir voru
áhugasamir og ætla kannski að fá að kíkja í fjósið seinna.
Egill Már á svo afmæli í dag er orðinn 6 ára og Eyrún varð
13 ára á þriðjudaginn svo þetta líður allt saman.
06.11.2008
Nú eru tamningarnar loksins að fara af stað hjá okkur.
Sóttum 7 4. vetra tryppi fram á Barkárdal um síðustu
helgi svo nú er húsið nær fullt af tryppum. Þó eru nú
nokkur reiðfær hross inni líka, sem betur fer. Á
myndunum eru Bylur og Draumur
Molasynir, svo
Birta Moladóttir og Sikill undan
Sunnu og Stæl frá Miðkoti.
Næst 8 vetra brún meri undan Ísak frá Eyjólfstöðum, en hana
fengum við fyrir gamlan áburðardreifara Síðast er
nýjasti barnahesturinn á bænum sem heitir Tígull.
06.11.2008
Nýr hestur á sölusíðunni,
Snillingur frá Grund 2
Snillingur
video
26.10.2008
Hér er allt á kafi í snjó, veturinn virðist bara vera
kominn. Kannski maður verði að fara að taka fram
skíðin bráðum. Árshátíðin var mjög skemmtileg
mikið fjör fram á nótt. Af því tilefni birtum við
nokkrar myndir úr sveitalífinu gamlar og nýjar.
Á þessari mynd er ég (Sigga) og Þórhalla Andrésdóttir.
Ég ætla að setja inn fleiri myndir úr þessu myndasafni
seinna.
21.10.2008 Vildi bara minna alla sveitungana á árshátiðina í
Hlíðarbæ næsta laugardagskvöld!! Nú er bara að taka fram
dansskóna og skella sér. Það verður veislumatur,
söngur og glens og svo auðvitað skálað fram á rauða
nótt.
15.10.2008
Þessa dagana snýst lífið um að undirbúa
veturinn, það er slátrað bæði sauðfé og nautgripum.
Fryst, sagað, sviðið, súrsað, úrbeinað, hakkað, búnir
til sperlar, slátur og kjötfars svo eitthvað sé nefnt.
Við munum allavega ekki svelta í bráð í kreppunni.
Er samt farin að sjá eftir því að hafa ekki sett niður
kartöflur til að hafa eitthvað meðlæti ef allt fer á
versta veg. Þór, Marteinn og Bragi eru í
jarðvinnslu, þeir plægja, herfa, tæta........ nei ekki
aðra upptalningu. Nú eru nánast allar
merarnar farnar sem voru hjá Mola og hann komin í hvíld.
Hesthúsið orðið vel hálft af hrossum sem á að fara að
temja. Við erum búin að fá nokkur hross í alskonar
hestakaupum og viðskiptum undanfarið svo nú þarf að
bretta upp ermar og temja þau. Einnig
eignuðumst við helminginn í 4. vetra graðhesti fyrir
skömmu síðan. Hann heitir Kopar frá Hvanneyri og
er undan Þorra frá Þúfu, sjá mynd. Meðeigandi
okkar er Jón Páll Tryggvason.
03.10.2008
Til hamingju með afmælið Jónsteinn Helgi 4 ára strákur.
03.10.2008 Á miðvikurdagskvöldið fór fram hrútasýning
fjárræktarfélagsins hér í fjárhúsinu í Skriðu.
Margt var um manninn og einhverjir hrútar mættu líka!!
Okkar hrútar stóðu efstir, bæði lambhrútar og
veturgamlir. Kíkið á sauðfé
til að sjá frétt og myndir.
01.10.2008
Nú er hún Viðbót frá Flatatungu komin til Svíþjóðar. Það
er alltaf einhver hreyfing á hrossamarkaðinum sem betur
fer. Kíkið á hugmynd og lesið vísu sem Þór fékk í
sms skilaboðum. Það er alltaf svo gaman þegar
maður finnur að fólk skoðar heimasíðuna og hefur gaman
af!!!!!
22.09.2008
Nú er haustið komið fyrir alvöru með öllum sínum lægðum
og látum. En maður má nú ekki kvarta, þar sem sumarið og
það sem af er haustinu hefur verið frábært. Allt
kapp er nú lagt í að klára haustverkin. Kornið er
komið inn í hlöðu og var uppskeran ágæt. Seinni
göngur voru um síðustu helgi og gekk Agnar Páll með
okkur alla leið, og er þar með yngsti gangnamaður sem
farið hefur þessa leið. Hann stóð sig vel að
vanda. Í dag vorum við svo að reka saman
lömbin og vigta þau og á morgun koma svo ráðunautarnir
og dæma hvað er ásetningshæft og hvað ekki!!!
17.09.2008
Á Laugardaginn síðasta voru göngur og réttir.
Kíkið inn á sauðfé til
að sjá fleiri myndir frá réttardeginum. Veðrið var
frábært og allt gekk vel. Veðrið var reyndar það
gott að skjáturnar vildu ekki heim, heldur sóttu upp í
kletta og reyndu að fela sig.
08.09.2008
Kíkið á
hross til sölu.
Sól frá Arnarstöðum og nokkrir vel ættaðir ungfolar til
sölu.
26.08.2008
Á laugardaginn var hið árlega mót Framfara á Björgum.
Veðrið var frábært og aldrei hafa fleiri keppt á mótinu
né verið fleiri áhorfendur og nú. Öll
Skriðufjölskyldan tók þátt og gekk vel. Agnar var
í 1. sæti í pollaflokk á Fléttu,
Egill í öðru á Gretti og
Jónsteinn keppti á Faxa og fékk verðlaunapening fyrir
eins og öll börnin í pollaflokki. Eyrún varð í
öðru sæti á Gusti í
barnaflokki. Þór vann karlaflokkinn á
Mola og skeiðið á
Seif og Sigga varð 5. í
kvennaflokki á Freyju. Skemmtilegur dagur
sem endaði með hlöðuballi í
Fornhaga. Ýtið
hér til að sjá
fleiri myndir frá mótinu.
22.08.2008
Þessa viku eru krakkarnir búnir að vera á reiðnámskeiði
á Björgum á hverjum degi. Það er Framfari,
hrossaræktarfélagið, sem stendur alltaf fyrir þessu
reiðnámskeiði á haustin. Kennari var Lina
Eriksson. Krakkarnir skemmtu sér vel og í dag var
svo grillað handa öllum sem tóku þátt í námskeiðunum.
Kennt var í 5 hópum bæði fullorðnum og börnum. Á
morgun verða svo hinir árlegu Bjargarleikar en það er
mót sem Framfari stendur einnig fyrir. Skemmtilegt
mót, þar sem allir félagsmenn og íbúar sveitarinnar eru
hvattir til að taka þátt.
16.08.2008 Til að sjá myndir af kofanum sem að krakkarnir hafa
verið að smíða, getið þið farið í um
okkur/fólk og smellið svo á Agnar.
15.08.2008
Elvar Jónst. og Júlía voru svo frábær að bjóða okkur
aftur með á hreindýraveiðar. Lagt var í hann eftir
fjós á miðvikudagskvöld og keyrt austur á Djúpavog, þar
lögðum við okkur í íbúð sem leiðsögumaðurinn, Stefán,
útvegaði okkur. Svo var vaknað eldsnemma í
gærmorgun og haldið á veiðar. Veðrið var frábært
og landslagið stórbrotið. Leiðin lá upp á
Hellnisskógaheiði á Lónsöræfum. Veiðiferðin
tók 12 tíma og má segja að við höfum verið á göngu nær
allan tímann. Við sáum mörg dýr en flest voru það
kýr með kálfa en ætlunin var að finna almennilegan tarf.
Þetta var svo ótrúlega gaman að það er varla hægt að
lýsa því. Við komumst mjög nálægt sumum dýrunum og
náðum flottum myndum af þeim. Strákarnir þurftu
samt að leggja á sig heilmikið puð til að ná í tarfinn
en það tókst að lokum. Dýrið var svo bara hlutað
sundur og borið heim í bakpokum!! Þegar við komum niður á Djúpavoga aftur beið okkar svo
bara uppdekkað borð, dýrindis lax með allskyns meðlæti.
Það var þá konan hans Stefáns sem var búin að útbúa
þetta fyrir okkur. Kíkið inn á
myndir/hreindýraferð2008 til að sjá fleiri myndir.
29.07.2008
Hrossin eru þjálfuð nokkuð stíft þessa dagana, hér á bæ.
Marion er að frumtemja nokkur tryppi og gengur það bara
mjög vel hjá henni. Einnig eru krakkarnir dugleg að ríða
út enda veðrið til þess. Á myndunum eru Eyrún á
Glitni, Sverrir á Faxa og Marion á Val Molasyni.
Svo er Marion með Grana bundinn utan á. En Grani
er hestur sem við eignuðumst um daginn í hestakaupum.
23.07.2008
Í dag var farið í árlegan reiðtúr upp í Baugasel í
Barkárdal. Það var blíðskaparveður og
dagurinn mjög vel heppnaður. Flestir fóru ríðandi,
nokkrir keyrandi og einn gangandi og allir komust á
leiðarenda. Þar var grillað og farið í leiki og
svo riðið til baka.
13.07.2008
Við fórum í skemmtilegt brúðkaup í gær. Vinir
okkar, Halla og Siggi, voru að ganga í það heilaga.
Athöfnin fór fram í Akureyrarkirkju en veislan var svo á
Melum í Hörgárdal. Þar var tjúttað fram á nótt að
Hörgdælasið. Á myndunum má sjá Þór laga Martein á
Barká til fyrir veisluna, hvað gerir maður jú ekki fyrir
vini sína. Síðan eru brúðhjónin í snúning og svo með
Hörpu systir Höllu. Kíkið inn á
hugmynd og sjáið
sérstaka mynd af brúðhjónunum.
08.07.2008
Nú erum við komin heim eftir meira en viku dvöl á
suðurlandi, nánar tiltekið á landsmóti á Hellu.
Þetta var rosalega skemmtileg ferð og gekk bara nokkuð
vel. Eyrún og Þór komust í milliriðla í
barnaflokki og A-flokki. Við sáum frábær
hross og skemmtum okkur vel með góðum vinum. Vikan
var ótrúlega fljót að líða og gerðum við ekki helminginn
af því sem við vorum búin að ætla okkur. Mestur
tíminn fór í að stússa við hrossin og glápa í brekkunni
og skemmta okkur. Þurftum reyndar einu sinni að
pakka saman fellihýsunum og flýja mótsvæðið vegna
veðurs! en það var bara til að gera mótið
eftirminnilegt. Um helgina var svo sumarblíða og
ekki yfir neinu að kvarta.
23.06.2008
Í gær rákum við saman tryppin og gáfum ormalyf.
Síðan rákum við þau í frelsið fram á Barkárdal en þar
erum við svo heppin að hafa hagagöngu fyrir þau á sumrin
og fram á haust. Tryppin hafa rosalega gott af því
að alast upp í svona landslagi, það styrkið þau mjög
mikið.
18.06.2008
Halli afi (Haraldur Siguðsson) varð 85 ára fyrir rétt
mánuði síðan og af því tilefni var boðið til veislu í
sal tónlistaskólans á Akureyri. Á myndunum eru
fyrst Agnar Páll og afi, svo afa- og langafabörnin að
syngja fyrir afa sinn og seinast er svo afi með sonum
sínum, tengdadætrum og afkomendum þeirra.
17.06.2008 Nú er nærri því frost á Fróni, ekki spennandi!! Okkur
vantar almennilegt veður til að geta heyjað meira fyrir
landsmót en þetta reddast nú einhvernveginn eins og
alltaf. Hún Marion, austuríska tamningakonan
okkar, er komin aftur brún og sælleg eftir mánaðar leyfi
í heimalandi sínu. Þannig að nú fer eitthvað að
ganga með tamningarnar.
15.06.2008
Nú er enn ein helgin liðin og var þessi bara nokkuð góð
og margt um að vera. Heyskapur byrjaður og fer vel
af stað, Kristín Hlín að útskrifast úr Háskólanum á
Akureyri, Jón Kjartan Jónsson vinur okkar 35 ára og hélt
af því þrusu hattaveislu. Síðast en ekki síst fór
svo fram gæðingamót Léttis og Funa á Melgerðismelum og
var það jafnframt úrtaka fyrir landsmót. Við erum
á leið á landsmót með nokkur hross í kerru þar sem Þór
og Eyrún unnu sér inn þátttökurétt á landsmóti.
Þór með Mola í B flokk og
Seif í A flokk og Eyrún með
Gust í Barnaflokk.
15.06.2008
Í dag var haldin árleg rodeó keppni í Skriðu. Fór
hún vel fram og enginn slasaðist. Þó lentu sumir
flatir í réttinni að vanda. Kíkið inn á
Kýr til að sjá fleiri
myndir.
10.06.2008
Síðastliðið Föstudagskvöld var haldið töltmót á Björgum,
það var hrossaræktunarfélagið Framfari sem stóð fyrir
keppninni. Aðal tilgangurinn með keppninni var að
hafa gaman eina kvöldstund í góðra manna hópi.
Allt gekk upp og úr varð hin mesta skemmtun í frábæru
veðri. Á myndunum eru Þór á List,
Sigga á Gusti, Jolli á Nökkva
frá Björgum, Davíð á Geisla frá Úlfstöðum, Þór á Pöndu
frá Þrastarhóli og Óskar á Grím frá Seljabrekku.
09.06.2008
Í morgun fengum við tvö folöld undan Álfi frá Selfossi.
Merarnar köstuðu nánast á sama tíma á nánast sömu
þúfunni í rigningarsudda. Við fengum rauða
meri og rauðstjörnóttan hest, þannig að litadýrðin var
ekki alveg eins og við höfðum vonað. Hestfolaldið
er undan Dalrós og er það
fyrsta folaldið hennar. Hann átti í einhverjum
vandræðum með að komast á spena og var því tekinn inn í
bragga. Þar braggaðist hann fljótt og er nú komin
út aftur.
Í dag fjölgaði smádýrunum á bænum, en það voru
kanínurnar Kolbrún og Mjallhvít sem fluttu frá Barká og
hingað. Á myndunum er unnið að því að smíða búrið
fyrir þær en Jón Páll var meistarinn yfir smíðunum.
Með honum á myndinni eru svo handlangarar og lærlingar,
Jónína, Agnar, Egill, Jónsteinn og Kristín Ellý á
Björgum.
06.06.2008
Rosalega sætir kettlingar fást gefins á góð heimili.
Einn hvítur, nokkrir bröndóttir og brandflekkóttir.
Hringið í síma 8630057/8991057 eða sendið tölvupóst,
skrida@emax.is .
01.06.2008
Í dag fóru kýrnar út í sólina og var þónokkuð fjör hjá
þeim að vanda. Þær komu svo inn sólbrennar og
sætar seinnipartinn.
31.05.2008
Eyrún er búin að vera að æfa dans í vetur ásamt Brák
vinkonu sinni. Þær eru að hjá Point dansstúdíói á
Akureyri og í dag var risa sýning í
Íþróttahöllinni. Frábær sýning, vel skipulögð og
gekk hratt fyrir sig.
26.05.2008
Nú er viðburðarík helgi afstaðin. Þór og Eyrún
voru að keppa á opna Norðurlandsmótinu á Akureyri og
komu heim með nokkrar dollur fyrir mig að þurrka af!!!!
Sem sagt stóðu þau sig vel, kíkið inn á
eiðfaxavefinn og sjáið úrslitin og myndir frá mótinu. En það voru fleiri sem
stóðu sig vel, hún Lina Erikson var að útskrifast
sem reiðkennari frá Hólum og erum við náttúrulega
rosalega stolt af henni. Hún hélt einnig
frábæra ræðu á útskriftinni sem gerði hana eftirminnilega.
Þetta var flottur dagur á Hólum, skemmtilegar sýningar
hjá nemendunum og flott hross. Á myndinni er Lína
á Hörpu frá Skriðu, Galdursdóttir sem er nú í Ameríku. Svo var auðvitað söngvakeppnin og vil ég endilega
fara að skipta norðurlöndunum eitthvað upp svo við fáum
fleiri stig. Danmörk gæti t.d verið Sjáland
og Jótland: samtals 24 stig fyrir Ísland!!!!!! Svo er sláttur hafinn í Skriðu sem sagt búið að slá
garðinn einu sinni og barnapían komin upp, það er
trampólínið.
19.05.2008
Kíkið á
söluhross og sjáið
Brennu og Mirru.
18.05.2008
Í gær var Goðamótið á Akureyri. Það er mjög
skemmtilegt barna og unglingamót sem haldið er á hverju
vori. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel.
Jónsteinn keppti í teymt undir flokki en Agnar og Egill
í pollaflokki. Í þessum flokkum fá allir
krakkarnir verðlaun og rosa gaman. Eyrún keppti í
barnaflokki í tölti og fjórgangi. Hún keppti á
Gusti frá Hálsi og sigraði
báðar greinar. Hún kom önnur inn í úrslit í tölti
en fimmta í fjórgangi og vann sig upp í fyrsta sæti í
úrslitum. Þetta var skemmtilegur dagur,
grillaðar pylsur í hádeginu og góður andi í fólkinu.
Ýtið hér til að sjá
fleiri myndir.
16.05.2008
Núna er hreinsunarátak í sveitafélaginu og verið að
hvetja fólk til að taka til í kringum sig. Víða
getur maður fundið rusl og er um að gera að láta það
hverfa eins og þennan haug sem var búin að vera í felum
bak við hól. Sverri tókst þó að bjarga
einum mjólkurbrúsa úr haugnum og mun hann án efa sóma
sér vel í hlaðinu í Skriðu seinna í sumar.
15.05.2008
Vantar einhverjum ungan, fallegan vel ættaðan stóðhest í
merar í sumar? Stígur frá Skriðu er þriggjavetra
foli undan Gullinstjörnu frá Akureyri og Hágangi frá
Narfastöðum. Hann er því sammæðra Mola, og undan
Hágangi sem er undan Glampa frá Vatnsleysu.
Stígur er stór, fríður og geðgóður foli með fallegar
hreyfingar. Endilega hafið samband ef þið hafið
áhuga með því að senda póst
skrida@emax.is eða
hringja í síma 8991057. Ýtið hér til að sjá fleiri myndir og fá meiri upplýsingar
um Stíg.
14.05.2008
Í dag fæddist fyrsta folald sumarsins. Það er
falleg brún meri undan Hélu frá
Skriðu og Andvara frá Ey. Tók þessar myndir af
Dalrós í leiðinni. Hún er
undan Mola og er fylfull við Álfi
frá Selfossi.Við erum mjög spennt að sjá hvernig folald
við fáum þar.
13.05.2008
Í gær var vormót Léttis á Akureyri. Þór keppti þar
í tölti á Mola og var það frumraun Mola á
keppnisvellinum. Það gekk bara mjög vel og enduðu
þeir í fyrsta sæti eftir úrslit með 7,72 í einkunn. Þór
keppti einnig á Seif í 100 m.
skeiði og gæðingaskeiði. Þetta voru ekki alveg fyrstu
sprettirnir hjá þeim félögum og enduðu þeir einnig í fyrsta
sæti í báðum greinum með tímann 8,5 í 100 m. og einkunnina
7,71 í gæðingaskeiði.
12.05.2008
Nú er allt á fullu í vorverkum. Búið að plægja
kornakurinn, og byrjað að keyra skít. Langt komið að
slóðadraga o.s.frv. Allar vélar sem búið er
að nota eitthvað í vor eru búnar að bila, svo sumarið
byrjar ekki of vel. En vonandi fer þetta allt að lagast.
Nú eru flestar ærnar bornar og sumar farnar að liggja
úti og nóg að gera í að verka laufið úr garðinum!!! Það eru komnar fleiri myndir úr
sauðburðinum.
05.05.2008
Í gær var sýningin
æskan
og hesturinn í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkrók.
Eyrún, Agnar og Egill tóku þátt í sýningaratriðum
Léttis. Eyrún var með eldri hópnum en strákarnir
með yngri. Öll stóðu þau sig með sóma eins og
reyndar öll börnin. Eyrún reið á
Gusti, Agnar á
Fléttu og Egill á
Gretti. Ýtið
hér til að sjá
fleiri myndir frá deginum.
01.05.2008
Það var danssýning í leikskólanum í dag. Eldri
krakkarnir buðu foreldrum að koma og horfa á. Á myndinni
er Egill að dansa við Önnu Ágústu í Auðbrekku.
Kíkið á síðuna hans Egils og
sjáið fleiri myndir.
28.04.2008 Við fórum á sýninguna á Sauðárkrók, Tekið til kostanna,
um helgina og skemmtum okkur vel. Þór var að keppa
þar í skeiði á Seif. Honum gekk bara vel, skeiðaði
alla sprettina og náði góðum tíma. Það voru mörg
flott atriði og greinilega mikið lagt í undirbúninginn.
Við förum svo aftur á Krókinn um næstu helgi, því
krakkarnir okkar taka þátt í sýningunni æskan og
hesturinn. Sýningin verður á Laugardaginn kl.
13:00 og svo aftur kl. 16:00.
24.04.2008
Kíkið á
hross til sölu -
Brenna frá Fellsseli, hágeng alhliða hryssa til sölu.
24.04.2008
Nú er komin sumardagurinn fyrsti og er hann frábærlega
fallegur og vonandi fyrirboði um það sem koma skal í
sumar. Kindurnar eru byrjaðar að bera, komin 4
lömb þegar þetta er skrifað. Það er alltaf jafn
gaman þegar lömbin fara að fæðast, kíkið á
sauðfé til að sjá
fleiri myndir. Í gærkvöldi
fórum við að sjá Fló á skinni og hvet ég alla sem ekki
eru búnir að fara að drífa sig og hlæja sig máttlausa
eina kvöldstund.
23.04.2008
Í dag var áheitahlaup í skólanum hjá Eyrúnu og Agnari,
safnað var fyrir UNICEF og gekk það bara vel. Sigga fór
í hlaupaskóna og mætti á svæðið og hljóp með
Agnari. Kíkið á heimasíðu
þelamerkurskóla og lesið meira um hlaupið og skoðið
myndir.
22.04.2008
Langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast, harði diskurinn
í tölvunni tók upp á því að bila en snillingarnir hjá
Þekkingu á Akureyri náðu samt sem áður öllum myndum og
gögnum af honum. Sem betur fer, þetta kenndi manni
að það er betra að eiga afrit af þessu dóti annars
staðar. Það eru komnar myndir úr fjárhúsinu undir
sauðfé. Vignir í
Litlu-Brekku kom í gær og tók DNA sýni úr nokkrum
hrossum. Það er gert til að hægt sé að sanna
ætterni þeirra og þá fá þau A-vottorð. Á myndunum
eru Þór og Vignir að taka sýni úr
Birtu Moladóttir. Svo er
Bylur einnig Molasonur og svo
kindurnar í nýja húsinu.
06.04.2008
Í gær var haldið Íþróttamót hjá Létti á Akureyri, Sigga
og Marion skráður sig í keppni og héldur galvaskar í
bæinn snemma morguns á hrútnum(rauður ram-pallbíll) með
5 hesta kerru í eftirdragi. Veðrið var frábært,
keppendur það fáir að Sigga og Marion komust báðar í
úrslit í tölti og allt var þannig eins og best verður á
kosið fyrir útlendinginn og fjósakonuna!!! Seinni partinn fórum við svo í fermingarveislu til
hennar Fanndísar á Björgum.
04.04.2008
Þetta er nýja ræktunarmerin í Skriðu. Hún heitir
List frá Fellskoti (IS1996288474) og er undan Galdri frá
Sauðárkróki og Sokkadís frá Bergstöðum. Við erum mjög
hrifin af hrossum undan Galdri, annað eins tölt er
vandfundið og yfirleitt eru þetta líka mjög glæsileg
hross. Hún List sameinar þessa kosti, frábært tölt
og há fyrstu verðlaun fyrir byggingu. List fer
undir Mola í sumar.
03.04.2008
Sigga fór á Dalvík í gær á knapamerkjanámskeið hjá henni
Ingu Mæju. Það er alveg frábært, og spurning hvort
okkar lærir meira ég (sigga) eða hesturinn (Gustur), en
bæði höfum við mjög gott af þessu og líka gaman,
allavega ég, veit ekki með hann.
03.04.2008 Héðan er allt gott að frétta, enginn úr fjölskyldunni
hljóp 1. apríl en Eyrún eyddi deginum í að gera símaat í
ættingjum og vinum, veit ekki hvaðan hún hefur þessa
stríðni!!!!!!! Mörg Smáverk ehf eru á fullu ásamt heimilisfólki að
innrétta fjárhúsin og gengur vel. Farið inn á
sauðfé til að kíkja á myndir af
framkvæmdunum.
30.03.2008
Senn kemur vor í loft þó að úti sé skafrenningur og
frost en svona lítur bærinn okkar út um sumartímann. kíkið inn á
um okkur/landslag
til að sjá fleiri myndir.
29.03.2008
Við fórum í rekstur í dag. Riðum yfir í Bægisá og
til baka. Okkur finnst alveg frábært fyrir hrossin
að fara með þau í rekstur og stefnan er að fara einu
sinni í viku í svona smá túra. Eyrún brosti alveg
hringinn þegar hún kom í hlaðið á henni
Mirru sinni, enda efnileg meri.
28.03.2008 Nú eru framkvæmdir hafnar að nýju í hesthúsinu, en nú
eru það fjárhúsin sem á að innrétta. Því á helst að vera
lokið fyrir sauðburð. Við fengum tvær flottar
innflutningsgjafir í hesthúsið á dögunum, en það var
stigi upp á kaffistofu frá Jolla og Jónínu og skilti á
húsið með nafni þess frá Elvari Jónsteins. Húsið
hefur hlotið nafnið Klambrasel, en það nafn kom upp einn
daginn í kaffitímanum, þegar allt gekk einhvernveginn á
afturfótunum. Ýtið hér
til að sjá myndir.
27.03.2008
Það var mjög gaman í Svaðastaðahöllinni í gær, flott mót
hjá Skagfirðingum og fínir hestar í keppninni. Þór
gekk mjög vel að sýna Mola, hann
stendur alltaf fyrir sínu. En svo
týndu þeir félagar einni skeifu þannig að sýningin varð
kanski full stutt en allavega nógu löng til að ná
nokkrum myndum!!! Ýtið á myndirnar til að sjá þær
stærri. 25.03.2008
Svona lítur auglýsingin um
Mola
út, það stendur til að dreifa henni eitthvað um.
Þór fer í Svaðastaðahöllina með hann annað kvöld og á að
sýna hann þar. Smellið á auglýsinguna til að sjá
hana stærri.
25.03.2008
Þetta er
Tvistur, 4 vetra
graðhestur undan Mola sem lofar mjög góðu. Smellið
á myndirnar til að sjá þær stærri.
24.03.2008
Hún
Yrsa okkar á hvolpa núna,
alveg ótrúlega sæta eins og þið sjáið. Þetta eru
border collie hvolpar og verða þeir vonandi jafn
frábærir smalahundar og félagar og mamma þeirra.
Kíkið inn á
önnur dýr og skoðið myndir af
hundunum okkar!!!
23.03.2008
Gleðilega páska. Erum búin að vera dugleg á skíðum
um helgina, enda gott veður og færi í Hlíðarfjalli.
19.03.2008
Fréttir úr sauðheimum!! Við heimtum tvær gimbrar
af fjalli um helgina, feitar og sællegar. Það var
fólkið á Öxnhóli sem fann þær og kom þeim í hús. Í
dag byrjaði Þór svo á vorrúningnum og gekk það furðu vel
miðað við ástandið á bóndanum.
17.03.2008
Fleiri
myndir koma síðar.
16.03.2008
Nú er frábær helgi liðin, hún byrjaði með
stórgóðri árshátíð í Þelamerkurskóla á
fimmtudagskvöldið. Þar voru sýndir margir
skemmtilegir leikþættir og auðvitað fóru öllu börnin á
kostum. Sveitin okkar á greinilega marga
upprennandi skemmtikrafta. Agnar og Eyrún stóðu
sig vel, en Eyrún var að leika Unnar aðstoðarskólastjóra
en Agnar lék vondu drottninguna í Mjallhvít og
dvergarnir sjö. Við hjónin, ásamt Eyrúnu, brunuðum svo í borgina á
föstudagsmorguninn. Eyrún fór að heimsækja frænkur
sínar en við fórum á Hótel Sögu með nokkrum sveitungum
og skemmtum okkur vel. Fórum á tónleika með
Sálinni, sáum Ladda sextugur +, straujuðum visa
kortið í Smáralindinni og skoðuðum hross. Sem sagt
vel heppnuð helgi. Alltaf er samt gott að koma
heim aftur.!!!!
13.03.2008
Konurnar í sveitinni spila alltaf bandý á
miðvikudagskvöldum en í gær var íþróttahúsið lokað vegna
árshátiðar Þelamerkurskóla og því drifu kellur sig í
keilu í nýja keilusalinn á Akureyri. Það var
frábært. Ótrúlega góðir taktar hjá okkur miðað við
reynslu. Helga í Þríhyrningi var yfirburðar góð
tók hverja felluna á fætur annari. En fast á hæla hennar
komu Bogga í Dunhaga og fleiri. Svo var auðvitað
borðað eitthvað gott eins og alltaf ef fleiri en tvær
konur koma saman.
12.03.2008 Nú er bara verið að njóta lífsins og ríða út ásamt öðrum
hefðbundnum störfum. Veðrið er búið að vera
frábært undanfarið og ekki yfir neinu að kvarta nema
kanski einu!! Honum Þór tókst nú að brjóta á sér
hendina í fyrradag, var að járna og var barinn.
Svo nú er hann bara í gipsi og því minna gagn af honum
en venjulega!!!!
06.03.2008 Nú eru komnar inn fleiri myndir af hesthúsinu
fullkláruðu. Ýtið hér til að
skoða
05.03.2008
Nú er búið að taka skeifnasprettinn á henni Viðbót
og gekk það bara vel, þæg og fín meri!!!
03.03.2008
Á laugardagskvöldið vorum við með svona smá sýnishorn af
opnunarhátið í hesthúsinu fyrir þá sem komu að
byggingunni með okkur. Það var mjög gaman og
heppnaðist bara vel. Eins og á öðrum svona hátíðum
var auðvitað smá dagskrá, gjörningur til heiðurs
Óla smiðs var afhjúpaður, iðnaðarmenn kepptu við
óbreytta í því að reka nagla í spýtu, græja
rafmagnskapal, hrútspungaáti og drykkju.
Iðnaðarmennirnir voru mun liprari með hamarinn en þeir
óbreyttu stungu þá af í drykkjunni og hrútspungunum.
Tekið skal fram að enginn slasaðist við byggingu þessa
húss en þegar þessir sömu menn öttu kappi var sagan
önnur. Menn voru annað hvort keyrðir heim með
tognuð liðbönd eða velgju í maga. Við færðum honum
Braga í Lönguhlíð merfolaldið Alvör frá Skriðu að gjöf
fyrir vel unnin störf. Síðan var sungið og trallað
fram á nótt undir stjórn Elvars Jónsteinssonar.
01.03.2008
Í dag er langþráður dagur runninn upp. Fyrsta
áfanga í byggingu nýs hesthúss og fjárhúss er lokið og
hrossin voru tekin inn. Það er búið að vera allt á
fullu undanfarna daga og rosalega margir búnir að vera
að hjálpa okkur. Moli fékk náttúrulega að fara
fyrstur inn í húsið en svo fylgdu aðrir í kjölfarið þar
til húsið var nánast fullt. Húsið rúmar 20 hesta í
rúmgóðum stíum.
29.02.2008
í dag er víst hlaupársdagur, en ótrúlegt en satt, hann
er víst ósköp svipaður og aðrir dagar.
Veðrið í gær var frábært, sól og frost og jafnfallinn
snjór yfir öllu. Það gerist ekki fallegra.
Kíkið endilega á myndir af landslaginu okkar hér í
Hörgárdal. um okkur/landslag
27.02.2008
Rakst á þessa skemmtilegu mynd af Agli og Mola sem var
tekin í september 2007. Egill og Moli eru miklir
vinir og eyðir sá fyrrnefndi miklum tíma í að kemba,
verka úr hófum og dekra við þann síðarnefnda. 26.02.2008 Komnar nýjar í myndasyrpuna frá
húsbyggingunni - kíkið á þær.
25.02.2008
Hér á bæ er þónokkuð stóð á útigangi og þessi grey eru
algjörlega sí svöng á þessum tíma árs enda ekki mikið að
hafa í úthaganum. Ljótt er að heyra fréttir af
hrossum sem ekki er hugsað um, ótrúlegt að þetta sé
ennþá til. Sigga greip með sér myndavélina
um daginn þegar hún var að gefa!!
15.02.2008 Sigga byrjaði loksins á knapamerkjanámskeiði í
gærkvöldi. Það er búið að gera nokkrar tilraunir
til að fara en alltaf komið vitlaust veður.
Námskeiðið er á Dalvík og er alveg frábært að fá að taka
þátt í þessu með konunum þar. Það er nýbúið að
setja upp nýtt hringgerði hjá þeim, og er gaman að
fylgjast með uppbyggingunni hjá þeim. Núna er
verið að æfa fyrir verklega hlutann í öðru stigi, eins
og t.d. sveigjustopp.
13.02.2008 Héðan er allt gott að frétta, allir að smíða endalaust.
Við erum orðin verulega þreytt á endalausu roki eins og
örugglega flestir. Gengur frekar hægt að temja í
þessari veðráttu en vonandi fer þetta nú að
lagast. Kíkið á myndir
þar eru komnar myndir úr hestaferð sem við fórum sumarið
2007. Svo eru börnin að útbúa sér síður undir liðnum
um okkur/fólk
10.02.2008
Í gær var verið að sónarskoða kindurnar á bænum.
Það er gert til að sjá hvort þær eru með lambi eður ei
og hvort það eru 1,2 eða 3 lömb í hverri kind. Þessar
upplýsingar auðvelda svo vinnu við sauðburðinn
umtalsvert. Farið inn á sauðfé
til að sjá fleiri myndir.
07.02.08
Öskudagur 2008. Indjáni, ninja og sjálfur Batman.
Kíkið á
Hross til sölu -
þrjú ný hross, tvö undan Mola frá
Skriðu og hryssa undan Adam frá Ásmundarstöðum.
03.02.2008
Myndað í frosti og snjó. Hér er Brenna frá
Fellsseli u. Markúsi frá Langholtsparti.
31.01.2008
Í sumar fórum við í frábæra ferð austur í Álftafjörð.
Tilgangur ferðarinnar var að finna, elta uppi og skjóta hreindýr. Þetta var alveg rosalega gaman,
gott veður og rosalega fallegt landslag. Kíkið
endilega á myndir úr ferðinni
Hreindýraferð .
16.01.2008
Og við byggjum og við byggjum.....kíkið á myndir af
fjár- og hesthúsinu okkar í
byggingu.
15.01.2008
Sigga tók við 3v. fyrir Bessa frá Skriðu
og Þór hér með 2v. fyrir Sögu frá Skriðu. Folaldasýning Framfara. Fórum með 8 folöld frá
Skriðubúinu og 5 þeirra undan Mola.
Saga frá Skriðu, undan Sunnu og
Mola, varð í öðru sæti í flokki merfolalda og Bessi frá
Skriðu, undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og
Dimmu frá Akri, varð þriðji í
flokki hestfolalda.
Þrjár svartar
Moladætur og
skvísurnar Eyrún, Kata og Marion á folaldasýningu
Framfara.
10.12.2007
Kíkið inn á unghross.
08.12.2007
Verið að reisa hesthús og fjárhús á melnum norðan við
bæinn. Grindin risin og síðan koma yleiningar utan
á hana.
22.11.2007
Kíkið inn á "Önnur dýr" og
sjáið skemmtilegar myndir (þó fáar séu). Einnig
eru komnar inn myndir af þeim köppum
Gretti og Hákoni.
11.11.2007
Sjá þátt um
Fjórðungsmótið á Austurlandi í sumar. Viðtal
við Eyrúnu og myndir af henni í keppninni á Gusti frá
Hálsi, myndir af Mola frá Skriðu og einnig Þór og Seifur
frá Skriðu. Skemmtilegur þáttur um mannlíf og
hross á FM07.
Nóv. 2007 Opnuð ný heimasíða. Hér munum við reyna eftir
fremsta megni að setja inn fréttir, fróðleik og allt
mögulegt sem tengist búskapnum og hversdagslífinu á
bænum. |