Skriða - Hörgárbyggð
Þór Jónsteinsson og Sigríður Kr. Sverrisdóttir

   

Heim Fréttir/news Hross/horses Söluhross/ for sale Kýr Sauðfé Önnur dýr Um okkur Myndir/pictures hugmynd krækjur





20.12.2011

Það er búið að vera rólegt í hestamennskunni undanfarið en þeir feðgar Þór og Egill hafa þó aðeins verið að ríða út.  En núna er húsið orðið nánast fullt af hrossum og allt að fara í gang svona rétt fyrir jólin. Egill Már naut góðs af því að nokkur hross fóru í salt og járnar lappir í gríð og erg!  Ekki geðslegt finnst mörgum en besta leiðin til að æfa sig.  Annars er hugurinn nú aðalega við jólin og öllum farið að hlakka til að fá jólaöndina, skötuna, hangikjötið, laufabrauðið, pakkana og allt hitt. Njótið undirbúningsins í botn til þess er þetta nú allt saman er það ekki:)


24.11.2011



Hann Sigurður Hermannsson er búinn að vera að vinna hér í 5 vikur við að frumtemja 4. vetra tryppin með Þór.  Nú eru þau orðin taumfær, reiðfær og verða vonandi bara fær á flestum sviðum í framtíðinni, allavega líta þau bara vel út mörg hver.  Á myndunum er Siggi á Rommel Molasyni en hann fer vel á stað þægur og taugasterkur.  Núna er hann komin aftur út á tún með hinum tryppunum reynslunni ríkari!!


20.11.2011

sjá sauðfé!

10.11.2011



Egill og Stígur í kveðjureiðtúrinum, því Stígur er seldur og kominn í Mosfellsbæinn ásamt þeim Bylgju frá Skriðu, 3 vetra rauðri undan Dimmu og Markúsi, og smáradóttirinni Kengálu frá N-Rauðalæk, en hún er grá  og einning á fjórða vetur .  Óskum við nýjum eigendum til hamingju og vonum að gangi vel. 




09.11.2011



Í gær þurftum við aðeins að kíkja á tryppin okkar sem eru á Barkárdal.  Þau litu vel út stælt og flott eftir sumarið.  En það eru forréttindi að geta alið þau upp í fjallendi sem þessu.  Þau eru stanslaust á ferðinni. Hafa næga beit en verða aldrei afmynduð af spiki:) Myndir í þessari röð:  Rebekka (List og Tenór frá Túnsbergi), Míla (Píla og Moli), Breki (Rauðhettu og Roða frá Múla), Aría (Sónötu og Geisla),  Brana (Dimmu og  Kappa frá Kommu) og Stör ( Hélu og Stígs).  Annars er allt gott,  tíminn líður við tamningar og haustverk.  Þrjú hross skiptu um eigendur í síðustu viku en meira að því síðar.


03.11.2011

sjá frétt á www.lettir.is.  Uppskeruhátíð barna og unglinga var haldinn í reiðhöllinni á Akureyri um daginn.  Þar fékk Egill Már viðurkenningu fyrir gæðingakeppni barna. Inn á Léttissíðunni eru myndir af öllum krökkunum sem fengu viðurkenningar og er þessi mynd af þeirri síðu.

24.10.2011


Það er alltaf eitthvað verið að bralla, nú erum við búin að gera hringvöll, með skeiðbraut, á eyrunum norðan við hesthúsið. Hann er nánast klár, það á eftir að bera aðeins ofan í hann og svo að setja einhverjar snúrur í kring.  Hjalti Þórsson og Arnar Hjaltason gerðu völlin og ýttu meira að segja upp smá áhorfandabrekku ofan við völlin.  Síðan fengu þeir aðstoð frá Guðmundi Hjálmarsyni og Guðmundi syni hans síðasta daginn við að bera ofaní og valta.  Það er ekki amalegt að þekkja góða menn, þeir eru gulls í gildi!!  Set inn betri myndir af vellinum síðar. 


Annars snýst lífið að mestu um mat þessa dagana, það er búið að slátra, svíða, gera slátur, bjúgu, kjötfars, rúllupylsur, hakk og hangikjöt svo eitthvað sé nefnt, allt frystipláss orðið fullt og búið að tryggja að enginn líði skort í vetur.
Svo er hesthúsið orðið fullt af tryppum sem verið er að frumtemja og það er hann Sigurður Hermannsson sem hefur yfirumsjón með því.  En meira um það síðar.


12.10.2011

Enn einn rauður gæðingur til sölu.  Sörli frá Skriðu!!

10.10.2011

Bylur frá Skriðu einnig auglýstur til sölu

09.10.2011

Nýr á hross til sölu, Tvistur frá Arnarstöðum.


05.10.2011
 
Jónsteinn Helgi hélt upp á 7 ára afmæli í dag og var það óvenjulegt að því leyti til að slegið var upp snjóstríði í garðinum.  En í morgun var allt hvítt og hélst snjórinn fram yfir veisluna.  Nú er hins vegar komið rok og rigning en svona er Ísland!!



04.10.2011



Svipmyndir frá árlegri hrútasýningu sauðfjárræktarfélagsins neista sem að þessu sinni var haldinn hér hjá okkur.  Margir hrútar mættu á svæðið með eigendum sínum og opnuð var ný heimasíða félagsins sfneisti.123.is/ .  Þar má lesa nánar um sýninguna og sjá úrslit.  Við áttum hrútana í 1, 3 og 4 sæti og lambhrútinn í 2 sæti.  Efsti lambhrúturinn var frá Lönguhlíð. 


26.09.2011



Þór fór í hrútakaupaferð vestur á land í vikunni og sótti í leiðinni þessar tvær systur.  Dalrós var í hólfi hjá Fláka frá Blesastöðum og var sónuð með fyli.  Þannig að það er líklega eitthvað svarstjörnótt í framleiðslu þar!! Hún kom sem sagt heim ásamt vindóttri veturgamalli systur sinni undan Jara frá Miðfossum.  Sú heitir Fjöður frá Grindavík og eru þær ótrúlega líkar í byggingu Dalrós og Fjöður.  Núna eigum við því 3 merar unda Stjörnu frá Draflastöðum Dalrós, Fjöður og Hafrúnu (sjá mynd af henni hér aðeins neðar).  Dalrós var rosalega glöð að komast heim og upp í fjall og sú stutta elti hana hvert skref.


23.09.2011

Kapella frá efri-Kvíhólma er fjögurra vetra meri sem við eigum.  Hún fór vel á stað í tamningu, þæg og þjál og með allan gang opinn.  Þór prófaði aðeins að skeiðleggja hana áður en dregið var undan henni og hún átti mjög auðvelt með 5. gírinn :)  Tilhlökkunar efni fyrir skeiðsjúkan húsbóndann!!
Það er hún Eyrún "menntaskólapía" sem situr Kapellu á myndunum.




Þetta eru síðan tvær heimildamyndir af þeim Agli og Stulla en Stulli hefur aldrei verið í öðru eins formi.  Enda reiðtúrarnir stundum tveir til þrír á dag.


22.09.2011

Einmuna blíða í dag þannig að  ég stóðst ekki mátið og kíkti aðeins á hrossin í fjallinu eftir mjaltirnar.  Þetta er hún Berglind frá Skriðu undan List og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu.  Ofsalega falleg, hálslöng og  gæðaleg hryssa sem gaman verður að fylgjast með.
 

Þetta eru síðan tvær frænkur þær Sæla (sú brúna) og Góa (sú bleikálótta).  Sæla er undan klóninu henni Synd og Hlekk frá Lækjamóti.  Sæla er án efa hágengasta folaldið okkar í ár. Góa er hinsvegar líkari því að vera ættuð frá Mongólíu en Íslandi en afskaplega gæf og mikill karakter.


Hér er svo Hafrún frá Skriðu  og Skorri frá Skriðu.  Skorri er seint kastaður og hefur því ekki ratað inn á heimasíðuna fyrr en núna.  Hann er undan Gyðju frá Þingnesi og Prins frá Úlfljótsvatni.


Hér er svo hann Ari frá Ytri Hofdölum sem í þessum töluðu orðum var að skipta um eigendur og er á leið suður á land með fyrstu ferð.  Ef einhver á leið suður á næstunni með kerru og hefur laust pláss þá vantar okkur  far fyrir hann (borgum auðvitað fyrir) sími 8991057!!


20.09.2011

Hún Dimma okkar stendur sig vel þessa dagana.  Hún er að fóstra þessa litlu rauðu meri sem varð móðurlaus aðeins mánaðar gömul hér á nágranna býli.  Dimma tók hana stax að sér og braggast sú stutta vel.  Hann Bjarmi DimmuogFróðason var ekkert paránægður með þetta til að byrja með og lét eins og afbrýðisamur krakki en nú er þau perlvinir stjúpsystkinin.


19.09.2011

Það voru göngur og réttir á laugardaginn síðasta, veðrið var yndislegt og allt gekk eins og í sögu.  Það var reyndar helst til heitt fyrir féð og því skiluðu sér ekki alveg allar í rétt. Gangnamenn voru um  30 í heildina á aldrinum 6 ára og uppúr svo það var varla nokkur smuga fyrir neina kind að sleppa!Það skal tekið fram að allir gangnamennirnir skiluðu sér til réttar.  Það var hann Agnar Páll sem tók þessar skemmtilegu myndir í réttunum.


Þetta er veturgamla kindin hún Lilja.  Hún hrapaði í göngunun í fyrra og lifði af en bæði hornin losnuðu, þau festust aftur en vaxa alveg snarvitlaust og vísa beint inn í kjammann á henni. Þá er ekkert að gera nema klippa þau til!


Það var misjöfn tæknin sem var notuð við að draga og stundum var álitamál hver var að draga hvern:)


Heimasæturnar á bæunum áttu svolítið erfitt með að standa í lappirnar og virtust lömbin hafa yfirhöndina !!


Sumir voru ansi spenntir að finna lömbin sín sérstaklega þau gráu á meðan aðrir vildu heldur tylla sér á réttarvegginn og sjá þetta út í rólegheitum.


Hliðverðirnir á vakt.


Margt er líkt með skyldum:)


Þeir sem ekki hlýddu  voru umsvifalaust teknir í bóndabeygju, takið eftir því að Bragi bóndi notar öfugabóndabeygju á sitt fórnar"lamb"!!


Og að lokum réttarfitness meistararnir 2011


06.09.2011

Í dag og í gær fór allt í hundana á þessum bæ í orðsins fyllstu merkingu.  Hér fór sem sagt fram fjárhundanámskeið.  Mennskir þáttakendur voru  í kringum 13 en hundarnir voru enn fleiri þar sem sumir áttu tvo hunda.  Það ætti því að smalast vel í haust ef námskeiðið hefur borið árangur:)


30.08.2011


Þessi stóri og myndarlegi foli heitir Dynur frá Skriðu.  Hann er tveggjavetra undan Glym frá Innri-Skeljabrekku og Freydísi frá Feti (u. Orra frá Þúfu).  Við sóttum ungfolana okkar út í Kjarna í síðustu viku þar sem þeir eru búinir að vera í sumar.  Þeir voru feitir og pattaralegir og smelltum við nokkrum myndum af Dyn við það tækifæri.


28.08.2011





Það er keppt í fleiru en hestaíþróttum hér á bæ, t.d. í kökubakstri svo eitthvað sé nefnt.  En í vikunni langaði þeim Eyrúnu og Malin alveg rosalega mikið í góðar kökur og efndu því til samkeppni.  Hringt var í nágranna og fjölskildumeðlimi og þeim boðin þáttaka og úr varð eitt rosalegasta kökuhlaðborð sem hefur litið dagsins ljós.  Allskonar kökur og er þetta bara smá sýnishorn hér fyrir ofan.  Á neðstu myndunum eru annarsvegar dómnefndin að störfum og á hinni er sigurvegarinn með farandbikarinn ásamt sigurvegarinum frá því í fyrra!!
Jú það er víst ekki öll vitleysan eins:) 

25.08.2011
Videó af Óskari frá Litla-Hvammi sem er auglýstur á sölusíðunni

http://www.youtube.com/watch?v=QLRoZmYE5XM 


22.08.2011
Gæðingamót Léttis og Funa var haldið á Melgerðismelum um helgina.  Við Skelltum okkur auðvitað á svæðið og komum heim reynslunni ríkari og með nokkur verðlaun. 

Það getur verið erfitt að vera lítill á stórum hesti.  Jónsteinn keppti á Gretti og Egill á Snillingi frá Grund II, en báðir eru þeir um 150 cm á herðar!!


Þetta var fyrsta alvörumótið hans Jónsteins og stóð hann sig rosalega vel.  Grettir tölti eins og herforingi en vildi minna feta!!


Eyrún keppti á Stíg í unglingaflokki og endaði í 8. sæti í rosa sterkum hóp unglinga:)  Flott að sjá hvað krakkarnir eru vel ríðandi.


Svo er það vinnerinn!  Egill keppti á Snillingi frá Grund II, hann fékk hann lánaðann hjá Jóni Páli á Björgum og eru þeir búnir að vera á ströngum æfingum hjá Jolla (Jóni Páli) undanfarnar 2 vikur.  Þeir uppskáru eins og þeir sáðu og sigruðu barnaflokkinn.  Komu sjöundu inn í úrslit en stukku í fyrsta sætið í úrslitunum. Húrra Egill!!!  Klikkið á linkinn fyrir neðan til að sjá videó af þeim snillingunum í úrslitunum.  Það var hann Patrekur Jónsson sem myndaði og útbjó þetta videóskot.
http://www.youtube.com/watch?v=sDHFP_6opk4&feature=related


Þar sem hann Atli vinnumaður var að yfirgefa okkur í dag og byrja í skóla notuðum við síðasta tækifærið um helgina til að "sleppa" við fjósið og gistum í bústað fram í Eyjafirði.  Þar var veitt í vatninu og svamlað í heitum potti.


Á heimleiðinni komum við svo við hjá honum Bjössa Hesjuvelling og Mæju hans og litum á gæludýrin þeirra sem teljast frekar óvenjuleg.  Allavega svona inn í kaupstað.  Þau eru með 2 tófuyrðlinga í garðinum sem hlýða eins og hundar og eru hin vinsamlegustu grey.


21.08.2011
Kíkið á vídeóið hér að neðan.  Þar eru tveir snillingar á ferð:)
http://www.youtube.com/watch?v=sDHFP_6opk4&feature=related


17.08.2011

Óskar frá Litla-Hvammi, frábærlega skemmtilegur töltari til sölu.  Viljugur og þægur, flottur í töltkeppnina og algjör eðall í ferðalögin.  Kíkið á hross til sölu


16.08.2011

Alltaf er einhver áhugi á gömlu trjánum í garðinum okkar.  En fyrir helgi kom hópur skógfræðinema frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri í garðinn.  Þau voru á hringferð um landið að líta á merkileg tré og skógrækt.
Kíkið á kýr og  önnur dýr.


15.08.2011

Þór var að rúllubinda fyrir bændur á Rauðalæk í síðustu viku og þá flögraði allt í einu þessi fallegi fálkaungi um túnið.  Hann var eitthvað hálfslappur og svengdarlegur og greinilega einn og yfirgefinn greyið.  Oddgeir á Rauðlæk náði fuglinum og kom honum í hendur lögreglunnar á Akureyri og dvelur hann nú í húsdýragarðinum í Laugardal og er farin að éta og braggast.  Það var hún Áslaug Ólöf á Rauðalæk sem tók þessar myndir. 


11.08.2011

Mikið heilsuæði hefur gripið unglingana á bænum undanfarna daga svo mikið að hann Atli Geir vinnumaður týndi til hentugan klæðnað úr fataskáp Eyrúnar og dreif sig í skokkið.  Held að stefnan sé tekin á næsta Þorvaldsdalshlaup:)


09.08.2011

Skruppum á Einarstaðamótið um helgina og tókum þátt í nokkrum greinum. Alltaf jafn gaman að koma í Reykjadalinn og alltaf sama góða stemmingin:)

Þór keppti í tölti á Óskari frá Litla-Hvammi og Hákoni frá Hraukbæ.  Hákon var járnaður skömmu fyrir mótið og hafði þá verið í nærri tveggja ára pásu.  Hann hefur samt engu gleymt gamli höfðinginn og stóð sig með prýði þrátt fyrir nokkur aukakíló!!  Hákon var sjötti eftir forkeppni og Óskar áttundi.  Þetta var frumraun Óskars á vellinum og var þetta vel heppnuð byrjun.  Þór fór með Óskar í B-úrslit og hélt hann sínu sæti.  Óskar er í eigu Össa Grant í Litla-Hvammi. 


Eyrún keppti í unglingflokki á Sól frá Arnarstöðum og Jasmín frá Tungu.  Eyrún og Sól enduðu í áttunda sæti en Jasmín neitaði að brokka og komst því ekki í úrslit.


Malin keppti í B-flokki á Stíg frá Skriðu og fékk fína einkunn en dugði þó ekki í úrslit í þetta sinn og Egill keppti í barnaflokki á hinum eineygða Kiljan og skín einbeytningum af þeim félögum.


Einn skemmtilegasti dagskrárliður mótsins er öldungaflokkurinn sem fer fram á sunnudeginum.  En þar fóru þeir mikinn karlarnir og þá ekki síst Matthías Eiðsson í Möðrufelli á þessum glæsihesti.


Ekki má gleyma mannlífinu í brekkunni sem alltaf stendur fyrir sínu!!


06.08.2011
 


Loksins komumst við aftur á hreindýraveiðar.  Höfum ekki fengið úthlutað dýri tvö síðastliðin ár en nú gekk það.  Fórum austur í Álftafjörð eins og vanalega og núna veiddum við dýrið í Laxárdal.  Sáum alveg  niður á Höfn í Hornafirði við vorum það austarlega.  Fengum eins og alltaf frábært veður, frábæran leiðsögumann og flottar móttökur fyrir austan og síðast en ekki síst nóg að labba og svo náðu bræðurnir í hreindýr svo nú er bara að fara að prófa sig áfram við að elda hreindýrakjöt. 


05.08.2011







Fjör á ættarmóti Skriðufjölskyldunnar um Versló.  Nokkrar sprellmyndir af fjölskyldumeðlimum og trúið mér þessar eru ósköp saklausar, margar hverjar eru ekki birtingarhæfar.


01.08.2011



Það er alltaf eitthvað að bætast í hópinn hér í Skriðu. Á myndunum eru 3  merar sem við vorum að eignast í sumar. 13 vetra gömul meri sem heitir Stjarna frá Draflastöðum og er bleikstjörnótt og faxmikil og 2 dætur hennar.  Fjöður frá Grindavík er móvindótt veturgömul undan Jara frá Mið-Fossum (undan Jarli frá Mið-Fossum) og svo er rauð meri fædd í vor undan Kalda frá Meðalfelli (undan Álfi frá Selfossi).  Sú rauða heitir Hafrún frá Skriðu. 
Stjarna er móðir Dalrósar frá Arnarstöðum sem er uppáhaldsmerin á bænum.  Rosalega viljug og skemmtileg tölthryssa undan Mola.  Það er því gaman að vera búin að eignast mömmu hennar og einnig tvær systur. 


30.07.2011

Síðasta folald sumarsins er loksins fætt, en það var slysaskotið hún Synd frá Skriðu undan Mola og Gullinsjörnu sem kastaði fallegri brúnni hryssu undan Hlekk frá Lækjamóti.  Sú stutta, Sæla frá Skriðu er snaggaraleg, fer á brokki með háum hreyfingum en á myndunum er hún alveg glæný!!  Ekki tókst að fá skjótt undan Hlekk í sumar en systir Sælu, Demba frá Skriðu, er rauðstjörnótt. 


18.07.2011



Dagarnir snúast um að heyja á daginn og fara í rekstra á kvöldin þessi misserin.  Erum búin að þvæla um sveitafélagið og mottóið er að ákveða aldrei næsta stoppustað fyrr en kvöldið áður.  Erum búin að fá frábærar móttökur á stoppustöðunum, takk fyrir okkur Þrastarhóll, Kjarni og Björg.  Það er nú ekkert sjálfssagt að fólk láni manni næturhólf fyrir svona stóð eins og fylgir okkur jafnan.  Allt er búið að ganga í sögu fyrir utan smá byrjunarörðugleika:)
 

14.07.2011
Um síðustu helgi fór fram hið árlega Bjargarmót hér í sveitinni og er það eins konar bæjarkeppni með firmakeppnissniði.  Nánast öll fjölskildan tók þátt að undanskildum Agnari Páli sem enn er í gifsi á báðum höndum. 


Jónsteinn keppti í fyrsta sinn einn enda búin að vera á reiðnámskeiði vikuna á undan.  Hans hestur var Grettir frá Skriðu 26 vetra og tvímælalaust besti hestur í heimi.  Nú eru öll börnin búin að keppa á Gretti!!  Gaman að hugsa til þess að hann skuli enn vera í brúkun en "mamma gamla" var bara 15 ára þegar hún byrjaði að ríða á honum 4 vetra gömlum.  Jónsteinn lenti í 3 sæti í pollaflokk og auðvitað rosalega ánægður með bikarinn.



Egill er með hestadellu að bestu gerð og keppti á fjórum hrossum.  Í barnaflokki keppti hann á Hörpu frá Árgerði sem hann fékk lánaða hjá Dóra og Erlu, og Fálka sem hann fékk lánaðan hjá Jónínu og Jolla.  Hann lenti í fimmtasæti á henni Hörpu sem er sú jarpa.  Fálki er sá grái og þessi skjótti heitir Stulli og Egill keppti á honum í skeiði og lá Stulli báða spretti.  Hann keppti líka á Skeifu í skeiði en hún lá ekki alla leið.  Þetta voru fyrstu skeiðsprettirnir í brautinn hjá honum Agli en líklega ekki þeir síðustu.


Eyrún er í fullu að ríða út í sumar og temur daginn út og inn.  Hún keppti á  töltmyllunni Hetju frá Garðsá og urðu þær stöllur í þriðja sæti í unglingaflokki.  Hetju var haldið undir Óm frá Kvistum í fyrrasumar og sögð fylfull.  En svo biðum við og biðum í vor en aldrei kom neitt folald :(  en nú er búið að sóna hana fylfulla við Fróða frá Staðartungu :) svo vonandi kemur folald næsta vor. 


Gamla settið keppti líka.  Þór í karlaflokki á Stíg frá Skriðu nýgeltum og aldei betri og enduðu þeir í 4 sæti.  Sigga keppti svo á henni Birtu í kvennaflokki og fékk sér svo bara sæti og lét fara vel um sig í áhorfandastúkunni :)
 

Við áttum svo líka fulltrúa í bændaflokknum, en hann Marteinn á Barká fékk hana Sól lánaða og komst í úrslit og síðan verð ég nú að monta mig af henni systur minni, Jónínu Sverris, því hún gerði sér lítið fyrir og sigraði bændaflokkinn á honum Snillingi frá Grund.

Sem sagt góður dagur í frábæru veðri. 


12.07.2011



Fórum í góðum hópi í hvalaskoðun og sjóstangveiði í gærkvöldi.  Sigldum með Níelsi Jónssyni frá Hauganesi og sáum 2 hnúfubaka og hnísu.  Veiddum síðan í gríð og erg og húsbóndinn náði í einn stórþorsk.  Minnstu munaði að karlinn spýttist fyrir borð þegar ferlíkið beit á en það slapp nú sem betur fer.  Þorskurinn var svo grillaður í hádeginu og rann ljúflega niður.  Ferðin endaði í Ekta fiski þar sem Elvar Reykjalín tók á móti hópnum með hákarli og saltfiski og á ég nú plagg um að það ég sé gildur meðlimur í the rothen shark club of Hauganes.


08.07.2011

Dimma frá Akri fór undir Stála frá Ytri-Bægisá í gærkvöldi.  Með henni er Fróðasonurinn Bjarmi frá Skriðu. Á myndinni eru stórsnillingarnir Þorri á Bægisá og Marteinn á Barká ásamt Stála.

Búið er leiða eftirfarandi hryssur undir eftirfarandi stóðhesta:
Hélu frá Skriðu undir Bessa frá Skriðu
Freydísi frá Feti  undir Hrym frá Hofi
Birtu frá Skriðu undir Hlekk frá Lækjamóti
Dalrós frá Arnarstöðum undir Fláka frá Blesastöðum
Dimmu frá Akri undir Stála frá Y-Bægisá
Sunnu frá Skriðu undir Fróða frá Staðartungu
Hetju frá Garðsá undir Fróða frá Staðartungu
Drottningu frá Árbakka undir Huldar frá Sámstöðum
Óperu frá Víðidal undir Huldar frá Sámsstöðum
Írisi frá Lambhaga undir Huldar frá Sámsstöðum
Jasmín frá Tungu undir Bessa frá Skriðu
Rimmu frá Ytri-Bægisá undir Huldar frá Sámsstöðum
Hörpu frá Árgerði undir Bessa frá Skriðu
Maístjörnu frá Litla-Garði undir Bessa frá Skriðu
 


08.07.2011



Hann Ari frá Ytri Hofdölum er mjög myndarlegur hestur sem gaman er að mynda, stillir sér yfirleitt upp og sýnir sínar bestu hliðar.  Eitthvað varð hann nú samt vandræðalegur  þegar ég ætlaði að mynda hann eitt kvöldið og setti þá upp hin ýmsu svipbrigði:)


08.07.2011






Þessar 4 faxmiklu og myndarlegu merar heita Kringla, Alda, Gloppa og Dögg.  Þær eru allar undan Stíg frá Skriðu sem er undan Gullinstjörnu frá Akureyri og Hágangi frá Narfastöðum.  Þær eiga það líka allar sameiginlegt að vera þúfugæfar og skemmtilegar í umgengni.  Kringla (grá frá Steinsstöðum), Alda(jörp frá Brimnesi) og Gloppa (Rauðtvíst. frá Steinsstöðum) eru tveggjavetra en Dögg sem er frá Miðkoti í Landeyjum er þriggjavetra.  Hér að neðan er svo einnig mynd af Dögg þar sem hún horfir til suðurs, kannski að hugsa heim hver veit!!





07.07.2011



Hér er hann Rommel frá Skriðu undan Mola og Drottningu.  Rommel er risa stór þriggjavetra foli sem er nú í eigu Axinju F. frá Þýskalandi.  Hi Axinja thoses pictures were taken 3 days ago and if you clikc at them you can see them bigger.  I  like the one of the eye!! 


07.07.2011

Gekk upp á Steinneshnjúk milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar í gærkvöldi í góðum félagsskap og blíðviðri.  Sjá myndir


04.07.2011



Nokkrar svipmyndir frá landsmóti á Vindheimamelum 2011.  Við fórum á fimmtudaginn og vorum fram á sunnudag.  Veðrið var frábært og hrossakosturinn enn betri.  Algjör veisla fyrir augað.  Alltaf þegar maður hélt að maður væri búin að sjá besta hrossið kom annað og jafnað eða jafnvel toppaði hitt. Síðan var auðvitað endalaust grillað og tjúttað og krakkarnir veiddu síli í gríð og erg.  Á síðustu myndunum er Fláki frá Blesastöðum en í dag er hún Dalrós okkar einmitt að fara undir hann, suður í Borgarfjörð. 


27.06.2011

Demba frá Skriðu heitir þessa rauðstjörnótta hryssa undan Freydísi frá Feti og Hlekk frá Lækjamóti, ekki fæddist hún skjótt eins og vonir stóðu til en snotur meri samt sem áður.




Bjarmi frá Skriðu heitir síðan þetta bleikstjörnótta hestfolald undan Dimmu frá Akri og Fróða frá Staðartungu.  Bjarmi er bara nýkastaður  á myndunum og er að reyna að standa upp en það gekk ymislegt á áður en það tókst.  


24.06.2011



Árleg jónsmessuhátíð í Baugaseli var í gærkvöldi og fórum við ríðandi þangað uppeftir ásamt fleiri sveitungum.  Aðrir fóru keyrandi og enn aðrir gangandi.  Skemmtileg samkoma að vanda, kjötsúpa var hituð á báli, sungið, farið í leiki og fleira skemmtilegt. Það er ferðafélagið Hörgur sem stendur fyrir þessari hátíð og á fyrstu myndinni er einmitt hann Bjarni Guðleifsson sem er búin að vera formaður félagsins frá stofnun þess.  Annars er það að frétta að heyskapur er hafinn og búið að rúlla einar 60 rúllur svo betra er seint en aldrei!!  Slysin hafa sótt okkur heim að undanförnu því Jónsteinn Helgi datt úr rólu og handleggsbrotnaði um daginn, viku seinna datt Agnar niður af þaki og braut báðar hendurnar þannig að hann er í gifsi á báðum höndum :(


21.06.2011
              


Fórum með Kjark Sunnu og Molason í Kambakot á Skagastönd í gærkveldi og slepptum honum í merarstóðið þar á bæ.  En þar eru nú komin fullt af folöldum og öll undan Bessa frá Skriðu en hann var í Kambakoti í fyrra.  Folöldin voru hvert öðru fallegra og fóru mikið á tölti.  Við fáum svo að velja eitt folald í haust og vorum við spenntumst fyrir þessum litflottu hryssum hér að ofan.  Erfitt að velja þar sem sú blesótta var meiri töffari og fór um á flottu brokki, en sú skjótta fallegri og malaði tölt.  Kvöldsólin skartaði sínu fegursta þó kalt væri í veðri og klikkið á sólarmyndirnar til að sjá að það eru víst hross á þeim:)


20.06.2011



Á þjóðhátíðardaginn slepptum við þessum gráskjótta þriggja vetra graðhesti í hólf yfir á Neðri Rauðalæk.  Hann heitir Huldar frá Sámsstöðum og er undan Álfi frá Selfossi og Þoku frá Akureyri(7,7-8,33).  Við erum með Huldar á leigu ásamt Sumarliða og Stefaníu á N-Rauðalæk en eigendur hans eru Höskuldur og Elva á Akureyri.    Við settum 4 merar hjá Huldari, þær Drottningu (leirljós), Írisi (brúnskjótt), Rimmu (rauðskjótt) og Óperu (rauð).  Á síðustu myndinni er hún Stefanía í sumar skapi, ekki nema í fjórum ullarpeysum og föðurlandinu, og hún heldur í Keilisdótturina Óperu frá Víðidal. 


19.06.2011

Það var leikur í folöldunum í rigningunni um daginn og tóku þau sprettinn um allt hólf.  Annars er það að frétta að sólin skín í dag og hitastigið fór aðeins yfir 10 gráður svo hér er allt að gerast!!


16.06.2011



Jæja nú er eitt aðal folaldið komið í heiminn en það er undan List frá Fellskoti og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu og vorum við svo heppin að fá meri :) og er það þriðja merin sem við eigum undan List.  Fyrir eigum við Moladótturina Sóldögg tveggja vetra og Tenórsdótturina Rebekku veturgamla.  Sú stutta er fíngerð og falleg en hefur ekki hlotið nafn ennþá.  Við eigum enn eftir að fá nokkur folöld og er hún Freydís Orradóttir orðin mjög sver og hlýtur að fara að kasta.  En hún er fylfull við Hlekk frá Lækjamóti (síðasta myndin er af Freydísi).


08.06.2011

Fréttir frá Noregi, það eru nú þegar fædd 8 folöld undan Mola þar í landi.  3 hestar og 5 merar, 3 brún, eitt bleikálótt og 4 rauðtvístjörnótt.  Gaman að fylgjast með og það auðveldar facebook manni.  En Moli er með aðdáenda hóp þar sem kallast Holymoli!!  Meðfylgjandi myndir eru af Norskum Molabörnum. 
 

06.06.2011





Þór tók þátt í þrautabraut í reiðhöllinni á Akureyri á miðvikudagskvöldið síðasta.  Þar var mikið fjör og mikið hlegið enda leikurinn gerður til þess.  Þetta var liðakeppni og voru 3 saman í liði. Þór var í liðinu team Lífland ásamt Guðmundi Hjálmarssyni og Páli Alfreðssyni.  Þeir sýndu góð tilþrif og voru snöggir að þessu  og enduðu í öðru sæti á eftir liðinu ripp, rapp og rupp.  Lífland styrkti liðið og gaf þeim boli, fallega bleika.  Hún Skeifa okkar tók einnig þátt og var það hann Sumarliði í Sumarliði  sem var knapi á henni og stóðu þau sig með einstakri prýði.  Á síðustu myndinni er svo Guðmundur nokkur Steingrímsson  sjóari en betur þekktur hér í sveit sem pabbi Atla vinnumanns!  Nokkrum sekúndubrotum eftir að myndin var tekin faðmaði Guðmundur battann í höllinni og sléttaði í framhaldi gólfið og mun hann hafa verið með mestu tilþrifin í keppninni.


31.05.2011



Það var loksins komið nýtt folald í morgun en Sunna gamla kastaði seinna en við héldum og hefur hún örugglega bara verið að bíða eftir sumrinu.  Allavega skein sól í dag:)  Hún átti rauðtvístjörnótta hryssu undan Geisla frá Úlfsstöðum.  Hún var nánast "glæný" kl. 6 í morgun þegar ég skundaði uppeftir með myndavélina.  Hnjúkur og "móhikaninn" (eða hvernig á að skrifa þetta eiginlega) okkar hún Góa tóku þessum nýja leikfélaga hins vegar með mikilli ró og virtust mun forvitnari um hundinn Heru en nýja folaldið.  Og ekki var nú stórt hjartað í smalahundinum þegar eltingarleikurinn snérist við. 


30.05.2011

Hér er Malin á enn einni moladótturinni, Sól frá Arnarstöðum,  í kuldanum í gær.  Þó nú sé að koma júní er ennþá þörf fyrir ullarbækur og úlpur við útreiðarnar.  En eins og veðurfræðingarnir segja alltaf í hverri viku þá hlýnar á fimmtudaginn, þannig að eina vikuna enn bíðum við spennt eftir fimmtudeginum.


27.05.2011

Kíkið inn á kýr og sjáið myndir frá árlegri ródeó keppni skriðuliðsins!!


27.05.2011

Þrátt fyrir kuldatíð undanfarna daga er gróðurinn í óða önn að taka við sér.  Blómin eru farin að springa út og trén orðin laufguð í garðinum:)


26.05.2011


Þessi moladóttir heitir Alvör frá Skriðu og er hún bara 4. vetra gömul.  Stór og falleg og lofar mjög góðu.  Bragi og Eva í Lönguhlíð eiga Alvöru en Malin er búin að temja hana í vetur og gengið vel.


25.05.2011


Fyrsta tilraunin með nýju myndavélinni:-) og tilraunadýrin voru Moladóttirin Stella frá Skriðu (5 vetra) og Malin frá Svíþjóð!!  Bara gaman í sólinni.  Stella er mjög efnileg og alþæg meri í eigu Páls Skúlasonar. 


23.05.2011

Fengum hressa og skemmtilega krakka úr 3 og 4 bekk Þelamerkurskóla í heimsókn í dag.  Þau skoðuðu öll dýrin, gáfu heimagöngunum, settust á hestbak, borðuðu pylsur og skúffuköku svo eitthvað sé nefnt.  sjá myndir af krökkunum.  Kálfurinn á myndinni er öskugrá að lit og hlaut því nafnið Aska enda fædd daginn sem Vatnajökull fór að spýja ösku yfir landann.  Annars snjóar hér í dag og því allt lambféð inni við og hefur það gott.  Annars getur maður víst ekki kvartað yfir snjó og kulda miðað við þær hörmungar sem sauðfjábændurnir á suðausturlandi eru að berjars við þessa dagana.


19.05.2011

Nú er hægt að kaupa þetta skilti á síðunni www.hestifokus.no

Værhane og skilt

Hann Moli er greinilega orðinn vel þekktur í Noregi, bara komin á umferðar skilti og allt, hvað verður næst? Einhver spurði hvort það  væri verið að vara við  of hágengum hestum eða hvað væri málið.  Við þurfum eiginlega að panta eitt svona til að eiga.


18.05.2011

Þetta er hún Þórdís Ýr á henni Glettu sem hún keypti hjá okkur um daginn.  Ég fékk þessa mynd senda á facebook með þessum orðum  "Voða fín hún Gletta mín, gæti ekki verið heppnari með hross.  Takk Sigga og Þór".   Frábært að þær skulu smella svona saman!!

 
17.05.2011

Skúmur frá Skriðu er tveggja vetra graðhestur undan Mola og Svölu frá Hurðabaki.   Skúmur er stór og þroska mikill foli með vígahreyfingar.  Erum með nokkra ungfola sem vildu glaðir komast í einhverja merarhópa í sumar svo ef einhverjum vantar svona efnilega "skudda" endilega hafið samband í Síma 8991057. 
Sjá Álm, Kjark, Djákna, Svarta-Örn, Þráð og Dyn  hér neðar á síðunni.


16.05.2011

Alltaf upplifir maður nú eitthvað nýtt.  En um þarsíðustu helgi fórum við mæðgur suður og Eyrún keppti á íslandsmeistaramótinu í samkvæmisdansi.  Þetta var bara skemmtileg tilbreyting frá hrossunum en hún og vinkonur hennar eru búnar að æfa samkvæmisdans í vetur hjá dansdeild Akurs og hafa rosa gaman af.  Keppnin gekk vel og lentu hún og Jana í 3. sæti í latín dönsum og 5. sæti í ballroom.  Þær kepptu í dömuhópi þar sem mikill skortur virðist vera á dansherrum á landinu.


15.05.2011
´
Hér að ofan er Álmur frá Skriðu, þriggja vetra foli undan Álfi frá Selfossi og Dalrósu (Moladóttur) frá Arnarstöðum.  Stór og reistur foli sem við erum svolítið spennt fyrir að byrja að temja í haust.


14.05.2011

Þetta er Héla með hann Hnjúk 10 daga gamlan.  Hnjúkur er undan Sædyn frá Múla.  Hann fæddist rosa stór og svo hreinlega tútnar hann út líka svo hann hlýtur að verða komin í fulla stærð í haust.  Búið er að halda Hélu undir Bessa frá Skriðu, hann er Gýjarssonur á fjórða vetur sem við eigum.
 

 Nýjar lambamyndir á sauðfé.


14.05.2011

Þetta eru heimagangarnir í ár, annar blindur og hinn afspyrnu kiðfættur en báðir alveg ótrúlega ljúfir og sætir. Krökkunum fannst ekki leiðinlegt að leika við þá í garðinum um helgina og lömbunum leiddist ekkert heldur.


13.05 2011

Sjá sauðfé!


08.05.2011
MEMEME-MEMEMEMEME


02.05.2011

Annað folald ársins kom í heiminn í gær, risastór hestur undan Hélu frá Skriðu og Sædyn frá Múla.  Hann hefur hlotið nafnið Hnjúkur í höfuðið á Hvannadalshnjúk svo stór er hann!!  Hér fyrir neðan er smá vídeó af Hnjúk sólarhringsgömlum. 

http://www.youtube.com/watch?v=dzq5j5ZVA8A


30.04.2011

Feðgar á ferð og flugi í góða veðrinu í dag ("notabene" ekki rok!).  Steini er á henni Skeifu, en hún er ein af þessum ómetanlegu hrossum sem hægt er að treysta 100% hvort heldur sem er í umgengni eða reið.
 


25.04.2011

Í morgun, annann í páskum fæddist fyrsta lambið á bænum.  Það  var gemlingurinn Skessa sem bar og átti þennann fallega goltótta hrút sem hlotið hefur nafnið Dagur.  Dagur er óttalega smár en sperrtur og af góðum ættum.  Svo kannski verðandi kynbótahrútur??

Þar sem sauðburður er að hefjast var tekið til hendinni í fjárhúsunum og gert klárt.  Hrútarnir settir upp í hlöðu og fært til.  Þeir urðu hálfvitlausir þegar þeir fóru út réðust á hvorn annan og voru því allir blóðugir, alltaf eins þessi karlpeningur. 

Nú eru fullorðnu hrossin að týnast á járn svo allt er að fara á fullt í útreiðum hjá yngir kynslóðinni.  Þau hafa bara verið á útigangi í vetur (þ.e. fullorðnu hrossin ekki börnin) sökum plássleysis í húsinu.  Strákarnir tóku því allir skeifnasprettinn í dag. Einnig brugðu Eyrún, Ragnheiður og Sverri sér á bak.


22.04.2011

Gleðilegt sumar!! Allt eins og það á að vera 15°C :) dalurinn fullur af allskyns gæsum, nýræktirnar þaktar svönum :(   Túnin orðin þakin af lóuhópum og heyrði í stelk í gær:)    Vorverkin á fullu :) og dráttavélin biluð :(  svona er lífið!!


18.04.2011
Kíkið á myndir, albúm með afkvæmum Mola.  Gaman að safna myndum af þeim á einn stað.  Ef þið eigið flottar myndir af einhverjum tryppum undan honum endilega sendið mér.  skridan@simnet.is.


17.04.2011



Nú eru þessir tveir folar komnir í hús og er Malin að gera þá bandvana og venja þá við mannfólkið.  Þetta eru tveir graðir Molasynir, þriggjavetra.  Sá rauði er Djákni frá Skriðu undan Sóley frá Kálfsskinni og sá svarti er Kjarkur frá Skriðu undan Sunnu frá Skriðu.  Þeir montuðu sig aðeins fyrir framan myndavélina í dag!!


16.04.2011

Þetta er Moladóttirin sem fæddist í febrúar, orðin stór og spræk og hefur hlotið nafnið Góa enda fædd á Góunni!!


15.04.2011
Sjá hugmynd, Jónsteinn að leika á árshátíð Þms sem fram fór í gærkvöldi.  Þetta var frábær árshátíð og greinilegt að sveitin okkar á marga upprennandi listamenn.  Það voru mörg leikrit, tónlistarflutningur, dans og söngur og svo troðfullt hlaðborð af kökum og öðrum kræsingum. 


12.04.2011


Alltaf gaman að fá fréttir af hrossunum sínum sem seld hafa verið út.  Hér eru myndir af systrunum Lilju og Kæti en þær eru eiginlega Vestur-íslendingar ef svo má segja.  Þær eru undan Golu frá Skriðu (Gustdóttur frá Hóli) sem seld var út til Kaliforníu fyrir nokkrum árum og þá fylfull af Lilju.  Lilja er undan Mola frá Skriðu en Kæti er undan Óm frá Brún.  Fallegar merar sem eru í tamningu núna og eru myndirnar einmitt fengnar hjá þjálfara þeirra.  Á fyrstu myndinni er Kæti, þá Lilja að stíga sín fyrstu töltspor og svo báðar, Lilja er sú með stjörnuna.


11.04.2011

Þessi tvö hross eru að yfirgefa okkur, Gletta er á leiðinni suður og er nýji eigandi hennar hún Þórdís Ýr Pétursdóttir og Seifur er á leið til Þýskalands á morgun til nýrra eiganda.  Svo er það að frétta að ég (Sigga) tók þátt í kvennatölti norðurlands í Skagafirði um helgina og gekk vonum framar.  Stefnt var á að lenda ekki í neðsta sæti (eins og stundum áður) og það tókst:) það er að lenda ekki neðst.  Endaði í 12 sæti af u.þ.b. 40 á Stíg frá Skriðu svo það gekk vonum framar.  Þetta var skemmtilegt mót og gaman hve margar konur voru að keppa. 
Svo var ég  líka á námskeiði hjá Agli Þórarinssyni um helgina, svo hestahelgi hjá mér og karlinn bara sveittur í fjósa og húsmóðurstörfum!!  Þór brá sér reyndar einn rúnt um þingeyjarsýslurnar til að skoða molabörn!!  nánar um það síðar.  


07.04.2011

Ný hross á "Molasíðunni"  forsale from Moli.  Fiðla frá Skriðu og Freyja frá Barká:)


06.04.2011

Hér er hún Gletta og auðvitað Malin í góðum gír.  Glettu á Elvar Reykjalín á Hauganesi. Fín meri þæg og lyftir vel.


05.04.2011

Nýr á sölusíðunni Skrúður frá Skriðu, tveggja vetra Molasonur.  forsale-from Moli


03.04.2011


Í síðustu viku fórum við fjórum sinnum í rekstur og geri aðrir betur.  Þetta voru nú samt ekkert langar dagleiðir og því fínt að koma hrossunum í smá form.  Fyrst riðum við yfir í Bægisá og fengum nokkra góða gesti með okkur, tengdó sá um nestið eins og vanalega,  þá komu líka Össi Grant og Elvar Reykjalín.  Síðar í vikunni komu svo Óli Hermanns, Hermann pabbi hans, Palli Vald og Guðni ríðandi frá Akureyri við mættum þeim á Björgum.  Þeir stoppuðu í einn dag og tóku smá rekstur með okkur fram á Mela.  Svo fylgdum við þeim niður í Björg aftur á bakaleiðinni.  Sem sagt frábær útreiðarvika enda loksins komið logn í dalinn góða!! 

 
31.03.2011

Molabörn til sölu!!! forsale-from Moli  click at the text. 


30.03.2011
Erum komin á facebook undir nafninu "Skriðu hestar" ef einhver vill vera vinur okkar!!!!


Rakst á eina gamla og góða í myndasafninu.  Þetta erum við hjónin þegar við vorum svona örlítið yngri en ekki myndarlegri sýnist mér samt.  Svei mér þá ég held við skánum með árunum!!


29.03.2011

Gamli í fullum sving á Ístölti 2011 í Noregi!! sjá frétt hér fyrir neðan.
Myndir Björg Byström, Kine Nordbrekkan og Kristin Larsen.


27.03.2011

Brosið er fast á okkur Skriðubændum og búaliði í dag!! Moli sigraði stóðhestakeppnina á Istölti í Noregi í gærkveldi.  Hann og knapi hans Nils Cristijan Larssen fóru algjörlega á kostum og fengu 8 tíur af 9 mögulegum.  Til hamingju Kine og Nils!!  Fáum einhverjar myndir fljólega sjá www.hestafrettir.is .  Á myndunum eru Agnar og Eyrún á baki Mola daginn áður en hann hélt í útrás. 


25.03.2011


Í gærkvöldi kláraðist KEA mótaröðin á Akureyri og endaði keppnin með slaktaumatölti og skeiði.  Þór tók þátt í báðum greinum og gekk svona upp og ofan.  Hann endaði þó í sínu venjulega sæti í mótaröðinni, þ.e. sjötta sæti í slaktaumatöltinu á Kopar frá Hvanneyri.  Í skeiði keppti hann á Drottningu frá Kálfsskinni.  Hún lá bara annann sprettinn og náði ekki nógu góðum tíma. Gengur vonandi bara betur næst.  Það var Eyjólfur Þorsteinsson sem sigraði mótaröðina, Stefán Friðgeirsson annar og Viðar Bragason, eða bara Viddi á Björgum, hélt uppi heiðri Hörgdælinga og hafnaði í þriðja sæti.   Að móti loknu var svo boðið upp á pizzur og snittur í andyri reiðhallarinnar.


24.03.2011

Á sunnudaginn var fórum við upp að Þverbrekkuvatni ásamt mörgum góðum sveitungum og lékum okkur í góða veðrinu.  Margir snjósleðar voru með í för og svo var auðvitað dorgað í gegnum ísinn.  Aldrei þessu vant mokaði Skriðufjölskyldan upp fiski (erum svona meira vön að horfa á hina moka upp fiski en fá ekkert sjálf) og komum við heim með eina 30 fiska.  Jónsteinn Helgi var aflakóngur ferðarinnar með 9 fiska. Tekið skal fram að hann veiddi þá alveg sjálfur frá A til Ö.   Mátti varla vera af því að fá sér kakó og kleinur.  Veiðafærin eru heimatilbúin og veiddi hann flesta fiskana á grænar baunir, þar sem gular voru ekki til á heimilinu þegar leggja átti á stað.  Frábær dagur með frábæru fólki!!!  Myndin er tekin af heimasíðu Hörgarsveita www.horgarbyggd.is og þar má sjá fleiri myndir úr ferðinni. 


23.03.2011


Og enn einn molasonurinn kynntur til sögunnar!!  Svarti-Örn frá Litla-Dunhaga heitir þessi kappi, hann er tveggja vetra, graður og með flottar hreyfingar.  Móðir hans er Gassadóttirin Kvika frá Litla-Dunhaga.  Við eigum hann með ræktanda hans Jósavini Gunnarssyni í Litla-Dunhaga.  Hér að neðan eru svo jafnaldrar hans, líka graðir, þeir Dynur frá Skriðu (sá jarpvindótti) og Þráður frá Litla-Dunhaga (sá brúni faxmikli) undan Kappa frá Kommu og Hvönn frá Keldunesi.  Þráður er gullfallegur og faxmikill foli sem fer aðallega á tölti. 


 

22.03.2011
Sjá videó af molasyninum Seif frá Barká, tekið 21.mars
http://www.youtube.com/watch?v=bAINYK_OF9E


21.03.2011


Þetta er Dynur frá Skriðu, tveggja vetra graður foli undan Freydísi frá Feti og Glym frá Innri-Skeljabrekku.  Dynur er jarpvindóttur, glæsilegur foli, hann er svona hópprýði  eins og segja má, með sitt hvíta fax og reista háls.  Hann er til sölu!!   Verð 600000isk


18.03.2011

Álmur frá Skriðu er þriggja vetra graðhestur undan Álfi frá Selfossi og Dalrós frá Arnarstöðum(Moladóttir).  Álmur er stór og reistur og hlökkum við mikið til að byrja að temja hann næsta vetur.  Hann stóð efstur á folaldasýningu framfara árið 2008. 
Í gær var Þór að keppa í KEA mótaröðinni í fimmgangi.  Hann keppti á Kopar frá Hvanneyri sem Jón Páll Tryggvason á.  Kopar er undan Þorra frá Þúfu...   Gekk það bara framar vonum og  endaði  í sjötta sæti


16.03.2011


Þessi töffari heitir Djákni frá Skriðu og er þriggjavetra graðhestur undan Mola frá Skriðu og Sóley frá Kálfsskinni (Baldursdóttir frá Bakka). Djákni er kraftmikill og líflegur foli með rosa flottan fótaburð og gengur bæði tölt og brokk. 


15.03.2011


Hvað er þetta með þetta veðurfar, í fyrradag fór ég og myndaði Ara í sól og 12 stiga frosti, í gær var ekki hundi út sigandi rok, rigning og 7 stiga hiti.  Í dag rok, 0 gráður og ojbjakk!!!  Samt sem áður smellti ég nokkrum myndum af honum Dug frá SKriðu Molasyni á þriðja vetur.  Hann er til sölu en þó ekki komin á sölusíðuna ennþá. 


13.03.2011

Þetta er Ari frá Ytri-Hofdölum, hann er undan Ísak frá Kirkjubæ og Moldu frá Ytri-Hofdölum.  Ari er stór, fallegur og litfagur hestur á 3 vetur.  hross til solu


12.03.2011


Eftir margra daga rok og skafrenning kom loks logn og meira að segja líka sól.  Af því tilefni létum við hrossin hlaupa úr sér hrollinn sem oft fylgir langri pásu.  Þau voru heldur betur kát og glöð og tóku vel á því.   Fremstar í flokki fóru systurnar Dalrós, Birta og Sól Moladætur (mynd nr. 2). Börnin notuðu hins vegar blíðuna og fóru í Hlíðarfjall til að renna sér á brettum og standa í röð þar sem margir nýttu góða veðrið til að fara á skíði.


07.03.2011

Þetta er Seifur frá Barká, brúnstjörnóttur Molasonur á 6. vetur.  Mikið efni í keppnishest, stór með flottar hreyfingar og gangtegundir.  Seif eigum við með Ólafi Hermannssyni á Akureyri og er hann til sölu eins og flest hrossin í húsinu.  Upplýsingar í síma 8991057 eða www.skridan@simnet.is
 



06.03.2011

Hér koma nokkrar myndir af Mola á worldcup 2011, þar sem hann sigraði stóðhestakeppnina.  Það var hún Ida Fia Sveningsson sem tók myndirnar.  Klikkið á þær til að sjá þær stærri.  Gaman að sjá hvað virðist vera gaman hjá þeim félögum Mola og Nils. 


05.03.2011


Fórum með nokkur folöld á folaldasýningu Náttfara (hrossaræktunarfélagið í Eyjafjarðarsveit) sem haldin var í reiðhöllinni á Akureyri í gærkveldi.  Myndirnar eru nú ekkert mjög skýrar en sýna samt eitthvað.  Við áttum merina sem stóð efst og var hún einnig valin glæsilegasta folald sýningarinnar.  Þetta var hún Staka frá Steinsstöðum, sú brúnstjörnótta á mynd nr. 2.  Hún er ótúlega flott í hreyfingum, hreinlega svífur um.  Einnig áttum við folann í öðru sæti  í flokki hesta.  Það var hann Stuðull frá Steinsstöðum, sá brúnblesótti á fyrstu myndinni.  Þau eru bæði undan Bessa frá Skriðu, fjögurra vetra graðhesti sem við eigum undan Gýgjari og Dimmu.  Sjá mynd hér aðeins neðar.  Við unnum tvo folatolla, einn undir Hrym frá Hofi og annan undir Font frá Feti.  



04.03.2011

 


Þessi þrjú hross hér  að ofan eru öll undan Sunnu frá Skriðu.  Efst er Moladóttirin Saga frá Skriðu, hún er á fjórða vetur og fer mjög vel á stað.  Næst er Sikill undan Stæl frá Miðkoti.  Hann er á sjötta vetur, hreingengur, rúmur og flottur foli.  Svo er Sörli, hann er undan Núma frá Þóroddstöðum og er á sjöunda vetur.  Hann var ekki tamin fyrr en í fyrra vetur, risastór og fallegur alhliða hestur.
 

0
04.03.2011

Agnar keppti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um síðustu helgi sem haldið var í Laugadalshöll.  Hann og félagar hans gerðu sér lítið fyrir og unnu 4x200 m. boðhlaupið og urðu því íslandsmeistara.  Á myndinni eru Helgi Pétur í Kjarna, Ágúst Máni frá Kálfagerði, Baldur í Staðartungu og svo Agnar Páll.  Sjá meira á www.horgarbyggd.is .


03.03.2011

Enn ein Moladóttirin sem er í tamningu hjá okkur.  Þetta er Alvör frá Skriðu undan Mola og Hélu frá Skriðu.  Alvör er bara á 4. vetri og er geysilega efnilegt tryppi.  Gangur laflaus og rúmur og falleg meri í þokkabót.  Hún er í eigu Braga bónda í Lönguhlíð.


Ynja frá Ytri-Hofdölum er á 4. vetur undan Gammi frá Neðra Seli (Orrasonur).  Hana fengum við í viðskiptum í haust.  Ynja er fíngerð, alþæg og afskaplega geðugt hross í alla staði. 


03.03.2011

Fiðla frá Litla-Dunhaga heitir þessi bleikálótta Moladóttir.  Hún er í eigu Jósavins Gunnarssonar í Litla-Dunhaga.  Fiðla er undan Mola frá Skriðu og Vöku frá Litla-Dunhaga (Kolfinnsdóttir frá Kjarnholtum).  Hún  er á 5. vetur og mjög skemmtilegt tryppi, uppáhalds tamningatryppið hennar Malinar tamningakonu!!!


Eitthvað hefur hún Susanna verið orðin þreytt á þessum myndatökum og einbeitingin farin að dvína eða þá  hefur hún tekið því full bókstaflega þegar henni var sagt að mynda bara allt sem fór um veginn. Því þegar ég fletti gegnum myndirnar komu þessa myndir inn á milli. 


02.03.2011

Hér kemur Bessi frá Skriðu, graðhestur á fjórðavetur undan Dimmu frá Akri og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu.  Bessi er rétt reiðfær og var í sínum 3 reiðtúr þegar myndirnar voru teknar.  Sniðugur foli með fallegar hreyfingar og lausan gang.  Spennandi efni þar á ferð!!


01.03.2011


Um helgina kom hún Susanna Lieski og myndaði fyrir okkur nokkur hross að gamni.  Á næstu dögum munu detta inn myndir af því sem við erum með í húsinu.  Á þessum myndum er hún Birta frá Skriðu.  Hún er undan Mola og Frigg frá Brún.  Hún er rosa skemmtileg og geðgóð meri, klukkutöltgeng og viljug, og eins og pabbinn kann að lyfta fótunum.  Agnar Páll hefur verið á henni á  námskeiði hjá Linu Eriksson í vetur og gengið ágætlega. 


01.03.2011

Moli   var að gera það gott í Danmörku um síðustu helgi þar sem hann vann stóðhestakeppnina á worldcup.  Knapinn var Nils Cristijan Larssen.  Við erum náttúrulega rosalega stolt af honum og samgleðjumst henni Kine Nordbrekkan eiganda hans.  Farið inn á www.hestafrettir.is  og sjáið myndir og video af honum á world Cup.  Knapinn á myndinni er Egill Már Þórsson!  


26.02.2011


 
Fyrsta folald ársins fæddist í dag 26. febrúar.  Það var bleikálótt, stjörnótt meri undan honum Mola og er þetta síðasta íslandsfædda folaldið undan honum. Móðirin er bleikálótt meri  frá Brjánslæk á Barðaströnd.  Við vorum auðvitað mjög ánægð með að fá meri og ennþá ánægðari með að hún skildi kasta um miðjan dag en ekki að nóttu til, þar sem mjög kalt er í veðri.  Mæðgurnar voru settar beint inn í hlöðu og búið um þær þar í hálmi.  Við fórum svo með hárþurrku í kvöld og þurrkuðum litla krílið betur.  Moli fór frá okkur í fyrra vetur í lok mars og við freistuðumst til að halda nokkrum merum áður en hann fór.  Þær voru nú ekkert almennilega byrjaðar í látum svo afraksturinn varð aðeins eitt folald og eitt er jú betra en ekki neitt. 


23.02.2011

Til sölu Ari frá Ytri Hofdölum sjá hross til sölu.


22.02.2011

 Hvað finnst ykkur um þetta?  Þetta er Molasonurinn Nabbi frá Hólakoti og eru myndirnar teknar af heimasíðu Hólakots  www.holakot.net.   Rosalegar hreyfingar og folinn bara á fjórða vetur.  Kíkið á heimasíðuna þeirra til að sjá meira. 


19.02.2011

Bautatöltið að haldið í skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi, ekki nema u.þ.b 90 hross voru skráð til leiks!!  Þetta var því hálfgert maraþon fyrir þá sem sátu í stúkunni og horfðu á.  Þór fór með Dalrós Moladóttir frá Arnarstöðum  á svellið og gekk bara vel, við hefðum nú alveg viljað fá aðeins hærri dóm en það þýðir víst ekkert að deila við dómarann!!!   Björn Jóhann Steinarsson fyrrverandi "verknámsdrusla" í Skriðu eins og hann segir sjálfur frá mætti líka með tvo til reiðar og tók þátt í mótinu.  Honum gekk líka vel og sáttur við sitt.   Það var hann Elvar Reykjalín á Hauganesi sem sendi okkur þessa mynd af þeim Þór og Dalrós í morgun.


18.02.2011

Nýr hestur á sölusíðunni, Úlfur frá Kommu.


18.02.2011

 

Í dag er síðasti dagur þorra og því við hæfi að birta nokkrar týpískar þorramyndir en það er alltaf "svona" gaman á þorranum í sveitinni.  Við vorum í Þorrablótsnefnd á Melum þetta árið og skemmtum okkur konunglega enda með einvalaliði í nefnd. Það var nefndarsöngur, annáll, brandarar, leikþættir, fordrykkur, Doddi jackson ásamt betu aðstoðarkonu startaði ballinu og nefnd næsta árs var klædd  í supermanbúning og látin dansa upp á sviði.  Síðan var tjúttað á öðru þorrablóti í Hlíðarbæ helgina eftir.  Svona á þetta að vera í skammdeginu.  Það var hún Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir á Bústöðum sem tók þessar myndir á Melum. 


15.02.2011
Sjá sauðfé og kýr!!!

08.02.2011


Tvö nýjustu hrossin okkar!!  Fórum fram í Steinsstaði í Öxnadal á laugardaginn og sóttum þessi tvö flottu folöld.  Ætluðum nú bara að sækja eitt sem við áttum en leist svo vel á hópinn að við versluðum annað.  Þau eru bæði undan Bessa frá Skriðu. Bessi er foli á fjórða vetur undan Dimmu frá Akri og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu.  Sú stjörnótta heitir Staka og er rosa falleg og hágeng en sá blesótti heitir Stuðull og fer fallega á öllum gangi.


13.01.2011


Það var leikur í tryppunum þegar við vorum að mynda þau í gær.  Við erum með nokkur hross á Þúfanavöllum, þar sem þeim er gefið og eru í góðu yfirlæti hjá því sómafólki sem þar býr.  Mikill snjór er um allt svo erfitt var að reka þau til og sumsstaðar náði snjórinn upp í kvið. 


06.01.2011

Nú eru jólin víst á enda og jólasveinarnir á hraðri leið heim til fjalla.  Kertasníkir var víst eitthvað seinn á stað svo hann varð uppiskroppa með hreindýr.   Enn einu sinni bjargaði búkolla gamla málunum og ferjaði karlinn yfir holt og hæðir. Grýla hlýtur líka að verða himinlifandi að fá ferska og góða mjólk í vetur.   Því við vitum náttúrulega öll að íslenka kúamjólkin er sú allrabesta.  Svo áfram íslenska mjólkurkýrin megi hún lengi lifa  HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!


04.01.2011

Rommel frá Skriðu, nýr á sölusíðunni.


02.01.2011

Það er alltaf verið að braska eitthvað, hér fyrir ofan eru tvær merar sem við fengum í hestakaupum.  Sú mósótta hefur hlotið nafnið Ynja frá Ytri Hofdölum.  Hún er orðin reiðfær og lofar góðu . Sú gráa heitir Kengála og er frá Neðri Rauðalæk. Hún er undan Smára frá Skagaströnd og er á þriðja vetur.  Í skiptum fyrir hana létum við meðal annars rauðskjóttann Molason, Skrúð frá Skriðu.  Það er Sumarliði sjálfur, bóndinn á Rauðalæk, sem teymir merina út úr kerrunni.  Kengála virðist vera þægasta skinn, svo það verður spennandi að vita hvað verður úr henni. 


Við sóttum tryppin okkar fram á Barkárdal fyrir áramótin svo nú eru öll hross komin í heimahagana.  Þau voru feit og pattaraleg og höfðu bæði stækkað og breyst mikið frá því í sumar.  Sum til batnaðar önnur ekki eins og gengur og gerist!!  Á fyrstu myndinni er stóðið að hlaupa niður að réttinni á Þúfnavöllum.  Svo eru tvær myndir af Kringlu frá Steinsstöðum (sú gráa), þá tvær af Öldu frá Brimnesi en þær eru báðar undan Stíg okkar.  Báðar faxmiklar, stórar og gullfallegar merar.  Á síðustu myndinni er svo Sóldögg Mola og Listar dóttir.  Hún er ekki eins falleg en litur og ganglag frábært. 


01.01.2011

Gleðilegt nýtt ár, frá mönnum og málleysingjum í Skriðu!!


 

 


Skriða - Hörgárbyggð - 601 Akureyri - tel. +354 461 1057 gsm +354 899 1057
Vefstjórar: Þór og Sigga