Eyrún
Agnar Páll
Egill Már
Jónsteinn Helgi
Agnar, Auðunn, Jónsteinn, Egill og Arnór,
sumar 2007
Í Skriðu búum við Þór og Sigga ásamt börnunum okkar þeim Eyrúnu, Agnari
Páli, Agli Má og Jónsteini Helga. Við erum
búfræðingar frá Hvanneyri og búum blönduðu búi í Skriðu
með hross, kýr og sauðfé. Sigga er stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri og Þór er að verða búin
með tréiðnaðarnám. Eyrún er elst af börnunum, fædd 1995, Agnar er fæddur
2000, Egill 2002 og Jónsteinn Helgi 2004. Það er
því mikið líf á bænum og ekkert mikið um rólegheit.
Ásamt okkur fjölskyldunni búa hér oft erlendar stelpur
um lengri eða skemmri tíma annað hvort í vinnu eða til
að kynnast landi og þjóð. Við erum því vön að hér séu
töluð ýmis tungumál. Við höfum líka tvisvar
verið með verknema frá bændaskólanum á Hvanneyri.
Á sumrin hafa svo Sigurbjörg Ásta (frænka Siggu) og Elín
(frænka Þórs) verið hjá okkur til skiptis og passað börn
og hjálpað til, algjörar perlur báðar tvær. Svo
eigum við stóra fjölskyldu sem er sem betur fer dugleg
að heimsækja okkur og hjálpa til þegar mikið er að gera
svo og frábæra vini og nágranna.
|